Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 65

Haldinn í ráðhúsi,
13.10.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Stígur Aðalsteinsson ,
Selma Ýr Ívarsdóttir ,
Alexandra Guðrúnardóttir ,
Agnar Jökull Imsland Arason ,
Hekla Natalía Sigurðardóttir ,
Birta Ósk Sigbjörnsdóttir ,
Maríus Máni Jónsson ,
Brynja Lind Óskarsdóttir ,
Herdís Ingólfsdóttir Waage .
Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202110031 - Kynning á stjórnsýslu 2021
Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi kynnti stjórnsýsluna fyrir nýjum fulltrúum Ungmennaráðs Hornafjarðar.
2. 202006071 - Erindisbréf Ungmennaráðs 2020
Erindisbréf Ungmennaráðs kynnt fyrir nýjum fulltrúum

Erindisbréf lagt fram til kynningar fyrir nýja fulltrúa.
Erindisbréf ungmennaráðs 2020.pdf
3. 202110032 - Skipan ungmennaráðs og kosningar
Ungmennaráð kýs sér formann og varaformann, jafnframt bjóða þau sig fram til setu í stýrihóp Barnvæns sveitarfélags.

Í Ungmennaráði Hornafjarðar sitja 10 fulltrúar. Þrír fulltrúar eru frá Grunnskóla Hornafjarðar, þrír fulltrúar frá FAS, fulltrúi frá Umf. Sindra, fulltrúi frá félagsmiðstöðinni Þrykkjunni og tveir fulltrúar frá atvinnulífinu. Tveir af þessum fulltrúum sitja einnig sem aðal- og varamaður í Ungmennaráði Suðurlands. Þrír fulltrúar sitja í stýrihóp Barnvæns sveitarfélags og þeir sem hafa áhuga geta einnig setið sem áheyrnarfulltrúar í fastanefndum sveitarfélagsins. Á fyrsta fundi nýs ráðs á hverju hausti er kosinn formaður og varaformaður Ungmennaráðs Hornafjarðar. Ungmennaráð 2021-2022 kaus Selmu Ýr Ívarsdóttur sem formann og Tómas Nóa Hauksson sem varaformann. Óskum þeim til hamingju með formanna stöðurnar.
Selma Ýr er einnig í stýrihópi Barnvæns sveitarfélags og gaf Birta Ósk einnig kost á sér í stýrihópinn.

4. 202008088 - Hlutverk og tilgangur ungmennaráða sveitarfélaga
Hlutverk og tilgangur ungmennaráða til kynningar

Bréf um hlutverk og tilgang ungmennaráða frá Umboðsmanni barna lagt fram til kynningar.
5. 202110033 - Áheyrnarfulltrúar fastanefnda
Fulltrúar ungmennaráðs sitja sem áheyrnarfulltrúar fastanefnda. Hvaða fulltrúar gefa kost á sér til setu og í hvaða nefndum?

Fræðslu - og tómstundanefnd
Aðalmaður: Alexandra Hernandez og Agnar Jökull Imsland varamaður.

Umhverfis- og skipulagsnefnd
Aðalmaður: Birta Ósk Sigbjörnsdóttir og Brynja Lind Óskarsdóttir varamaður.

Atvinnu- og menningarmálanefnd

Hafnarstjórn
Aðalmaður: Maríus Máni Jónsson
6. 202109012 - Tilnefning í Ungmennaráð Suðurlands
Tilnefningar í ungmennaráð Suðurlands.

Ungmennaráð Suðurland kallar eftir fulltrúum til setu í ráðinu veturinn 2021-2022. Ungmennaráð Suðurlands fundar tvisvar sinnum á ári, á haustin og á vorin. Selma Ýr Ívarsdóttir er aðalmaður UngHorn í Ungmennaráði Suðurlands og Alexandra Hernandez varamaður.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta