Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1194

Haldinn í ráðhúsi,
28.10.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2510011F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 80
Fundargerð atvinnu- og menningamálanefndar nr. 80 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Kristín Vala Þrastardóttir - Forstöðumaður menningarmiðstöðvar
Almenn mál
2. 202507025 - Verklag vegna styrkja og auglýsinga
Unnið hefur verið að nýju verklagi og reglum vegna styrkjafyrirkomulagi sveitarfélagsins. Drög að reglum og minnisblað um ferlið og breytingartillögur lagt fram.

Lagt fram til kynningar og umræðu, starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
 
Gestir
Kristín Vala Þrastardóttir - Forstöðumaður menningarmiðstöðvar
3. 201910107 - Vatnsból í Nesjum
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs leggur fram minnisblað um stöðu viðræðna við landeiganda um grannsvæði vatnsbóls í Hólmslindum.



Bæjarráð samþykkir samhljóða að leita álits lögmanns um réttarstöðu sveitarfélagsins í málinu. Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna málið áfram ásamt bæjarstjóra.
4. 202407041 - Umsókn um lóð - Borgartún 5
Klettagarðar 12 ehf. hafa ákveðið að skila lóðinni Borgartún 5 samkvæmt tölvupósti frá Daníeli Geir sem barst til okkar þann 2. september 2024.

Bæjarráð felur verkefnastjóra umhverfis- og skipulagssviðs að auglýsa lóðina aftur sem lausa til úthlutunar á kortasjá sveitarfélagsins. Lóðin þarf að vera í auglýsingu í fjórar vikur samkvæmt reglum sveitarfélagsins um úthlutun lóða áður en þeim er úthlutað að nýju.
5. 202510109 - Aðalfundur HAUST 2025
Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. verður haldinn á Teams fimmtudaginn 13.11 nk. kl 14:00. Meðfylgjandi er fundardagskrá.

Lagt fram til kynningar.
6. 202003090 - Vatnajökulsþjóðgarður - fundargerðir stjórnar og svæðisráðs
Atvinnu og menningamálanefnd lagði fram eftirfarandi bókun á fundi þann 22.10.2025:
Nefndin vekur athygli á bókun svæðisráðs varðandi stöðu þjóðgarðsvarðar á austurhluta suðursvæðis, mál nr. 202508-0012 á 148. fundi svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Nefndin ítrekar mikilvægi þess að staðan verði áfram staðsett í Sveitarfélaginu Hornafirði, í samræmi við hlutverk svæðisins og tengsl þjóðgarðsins við nærsamfélagið.

Atvinnu- og menningarmálanefnd vísaði málinu til bæjaráðs til frekari umfjöllunar og eftirfylgni.


Bæjarráð tekur undir með svæðisráði, stjórn þjóðgarðsins og atvinnu- og menningarmálanefnd um mikilvægi þess að staða þjóðgarðsvarðar á austurhluta þjóðgarðsins verði auglýst sem fyrst. Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarsð er bæði víðfemt og fjölsótt. Beint er til Náttúruverndarstofnunar að tryggja stöðu þjóðgarðsvarðar enda sé samstarf við Þjóðgarðinn forsenda mikilvægs hluta atvinnulífsins í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til baka Prenta