Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarnefnd - 8

Haldinn Víkurbraut 24,
14.10.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Gunnar Stígur Reynisson varaformaður,
Sverrir Þórhallsson aðalmaður,
Stefanía Anna Sigurjónsdóttir aðalmaður,
Þórey Bjarnadóttir aðalmaður,
Erla Björg Sigurðardóttir sviðstjóri velferðarsviðs.
Fundargerð ritaði: Erla Björg Sigurðardóttir, sviðstjóri velferðarsviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202108093 - Fjárhagsáætlun 2022-2025
Fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2022 lögð fram til kynningar.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 lögð fram til kynningar.
2. 202110028 - Ósk um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2022
Ósk Kvennaathvarfsins um styrk vegna reksturs athvarfsins.

Ósk Kvennaathvarfsins um styrk vegna reksturs fyrir árið 2022 kr.100.000 er samþykkt, en vísað til bæjarráðs.
Ósk um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2022.pdf
3. 202104041 - Sala íbúða í eigu sveitarfélagsins
Lagt fram til kynningar upplýsingar um sölu á íbúðum í eigu sveitarfélagsins.

Velferðarnefnd upplýst um að tvær íbúðir sveitrfélagsins hafa verið seldar.
4. 202110029 - Reglur um fjárhagsastoð
Tillaga að breytingu á 22.gr. reglna um fjárahgsaðstoð.

Tillaga um breytingu á 22.gr. reglna um fjárhagsaðstoð samþykkt.
Minnisblað - breyting á reglum um fjárahgaðstoð.pdf
Reglur-um-fjarhagsadstod-breytt-skjal-fra-14.-nov.-2019.pdf
5. 202010059 - Félagslegar íbúðir
Ósk um framlengingu á leigusamningi.

Fært í trúnaðarmálabók.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:12 

Til baka Prenta