Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 51

Haldinn í ráðhúsi,
06.02.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Gunnlaugur Róbertsson formaður,
Skúli Ingibergur Þórarinsson varaformaður,
Þröstur Jóhannsson aðalmaður,
Helga Árnadóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Stefán Birgir Bjarnason Fulltrúi ungmennaráðs,
Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri, Bartek Andresson Kass .
Fundargerð ritaði: Bartosz Skrzypkowski, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202301036 - Hornafjörður náttúrulega
Bæjarráð vísar heildarstefnu sveitarfélagsins Hornafjörður Náttúrulega til kynningar í nefndum og ráðum sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri mætir á fundinn og kynnir stefnuna.


Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar bæjarstjóra fyrir kynninguna og lýsir ánægju sinni að þessi vinna sé hafin og vonast eftir virkri þátttöku starfsmanna og íbúa við innleiðingu stefnunnar.
Hornafjordur-natturulega heildarstefna.pdf
2. 202108112 - Fyrirhugað sorpútboð 2023
Framlagt minnisblað um stöðu fyrirhugaðs sorpútboðs og drög að útboðsgögnum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu.
 
Gestir
Stefán Gíslason
3. 202301008 - Könnun um sorphirðu í þéttbýli
Framlagt minnisblað um niðurstöðu könnunar um sorphirðu í þéttbýli sem fór fram dagana 19. janúar til 2. febrúar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar fyrir þátttöku íbúa í könnuninni. Niðurstöðu könnunarinnar vísað til vinnu við gerð útboðsgagna fyrir sorphirðu sveitarfélagsins. Starfsmanni falið að kynna niðurstöðu könnunarinnar.
4. 202111003 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022 - 2034
Lögð fram drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Stefán Gíslason frá Environice kynnti þá vinnu sem hefur farið fram og framhald hennar.


Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í þá vinnu sem hefur verið unnin og leggur áherslu á áframhald verkefnisins. Nefndin þakkar Stefáni Gíslasyni fyrir kynninguna. Málinu vísað til bæjarráðs.
5. 202205141 - Seyrugryfja í vesturhluta sveitarfélagsins
Framlagt minnisblað um seyrugryfju í vesturhluta sveitarfélagsins.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.
6. 202208094 - Ábending um eldstæði
Framlagt minnisblað um eldstæði á Höfn á vannýttum útivistarsvæðum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sett verði upp eldstæði í Syðriklettum. Starfsmönnum falið að vinna málið áfram.
7. 202301047 - Umsögn - Svæðisskipulag Suðurhálendis
Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis hefur samþykkt greinargerð og umhverfisskýrslu Svæðisskipulags Suðurhálendis til kynningar skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins.

Skipulagssvæðið nær yfir hálendissvæði níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þeirra taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu.

Viðfangsefni skipulagsvinnunnar er mótun framtíðarsýnar og stefnumörkun fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu.

Greinargerð til kynningar ásamt umhverfisskýrslu má finna á vef SASS, https://www.sass.is/sudurhalendi/ undir flipanum Vinnslutillaga. Fylgirit um landslagsgreiningu er undir samnefndum flipa.

Svæðisskipulagstillaga er nú kynnt fyrir umsagnaraðilum og er óskað eftir því að umsögnum sé skilað á netfangið sudurhalendi@sass.is fyrir 12. febrúar 2023.


Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
8. 201908028 - Deiliskipulag Þorgeirsstaðir í Lóni
Deiliskipulag Þorgeirsstaða í Lóni er hér með tekið fyrir að nýju þar sem deiliskipulagsferli frá 2020 lauk ekki innan þess tímaramma sem skipulagslög setja.
Deiliskipulagið nær til hluta jarðanna Þorgeirsstaða (landnr. 159402) og Þorgeirsstaða 3 (landnr. 223144) í Lóni í Sveitarfélaginu Hornafirði. Skipulagssvæðið er um 12 ha að stærð og er í þrennu lagi. Á Þorgeirsstöðum er íbúðarhús og fjárhús en einnig hefur verið rekin þar ferðaþjónusta með gistingu fyrir 7 gesti. Virkjun er í Þorgeirsstaðaá. Fyrirhuguð er frekari uppbygging á ferðaþjónustustarfsemi, m.a. að breyta fjárhúsum í gistingu og vera með gistingu fyrir allt að 60 gesti.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að skipulagstillagan verði auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
9. 201904013 - Deiliskipulag Háhóll - Dilksnes
Deiliskipulagstillaga fyrir Háhól-Dilksnes var í kynningu frá 3. nóvember til 15. desember 2022. Umsagnir bárust frá HAUST, Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Náttúrfræðustofnun Íslands og Minjastofnun Íslands. Skipulagssvæðið er tvískipt og nær yfir um 37 ha. Svæðið er skammt norðan Hafnar og tekur yfir land Dilksness 1 og 2, Hjarðarness, Háhóls, Garðshorns og Hólaness.
Skipulagið var sent til yfirferðar til Skipulagsstofnunar og óskað eftir heimild til að birta staðfestingu þess í B-deild Stjórnartíðinda. Í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 27. janúar 2023 eru gerðar athugasemdir sem hér eru lagðar fyrir nefndina.


Starfsmanni falið að fara yfir innkomnar athugasemdir með skipulagsráðgjafa málsaðila. Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir viðbrögðum þeirra við athugasemdum sem bárust.
10. 202302008 - Deiliskipulag íbúabyggðar vegna ÍB5
Undirbúningur er hafinn fyrir deiliskipulagningu íbúabyggðar á ÍB5.


Áform um fyrirhugað deiliskipulag ÍB5 lagt til umræðu. Málinu vísað til áframhaldandi vinnu starfsmanna.
 
Gestir
Sigurjón Andrésson
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til baka Prenta