Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 285

Haldinn Vöruhús,
12.05.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson Forseti,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir 1. varaforseti,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Kristján Sigurður Guðnason aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson 2. varaforseti,
Stefanía Anna Sigurjónsdóttir 1. varamaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2104006F - Bæjarráð Hornafjarðar - 988
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 2104010F - Bæjarráð Hornafjarðar - 989
Sæmundur Helgason tók til máls undir 16. lið, samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á íbúðum á Höfn 9. lið, Leiðarhöfði hönnunarsamkeppni, 1. lið, fundargerð fræðslu- og tómstundanefndnef, 12. lið Eurodyce - streita og brottfall kennara einnig tók hann til máls undir 5. lið, reglur um starfsemi leikskóla. Ásgerður Gylfadóttir tók við fundarstjórn. Til andsvars Ásgrímur Ingólfsson. Björgvin Óskar Sigurjónsson tók til máls undir 1. lið fundargerð fræðslu- og tómstundanefndar 4. lið, Hofgarður umsóknir 2021. Ásgerður K. Gylfadóttir tók til máls undir 2. lið fundargerð atvinnu- og menningarmálanefnd 1. lið, hvatning í Hornafirði, 4. lið, ósk um myndatökusvæði á Höfn og 16. lið, samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á íbúðum á Höfn.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 2104012F - Bæjarráð Hornafjarðar - 990
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 2104003F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 284
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
5. 202103091 - Ársreikningur sveitarfélagsins 2020
Matthildur Ásmundardóttir lagði fram ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2020. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 125 m.kr. og niðurstaða A hluta var jákvæð um 57 m.kr. Eigið fé í árslok 2020 nam 5.359 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en 4.714 m.kr. fyrir A hluta. Veltufé frá rekstri A og B hluta var 406 m.kr. en 241 m.kr. í A hluta. Eiginfjárhlutfall A og B hluta í árslok nam 75,9% og 81,8% í A hluta. Veltufjárhlutfall var 0,72 í A og B hluta og 0,99 í A hluta. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu 1.700 m.kr. í árslok 2020 en 1.051 m.kr. í A hluta. Skuldahlutfall A og B hluta í árslok 2020 var 59% og skuldaviðmið 36% sem er vel undir 150% hámarki viðmiðunarreglu samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Matthildur lagði til að ársreikningur fyrir árið 2020 verði samþykktur.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Ársreikningur Sveitarfélagið Hornafjörður 31.12.2020.pdf
6. 201709115 - Endurskoðun á ferðaþjónustukafla Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030
Stefanía Anna Sigurjónsdóttir vék af fundi undir þessum lið..
Björgvin Sigurjónsson greindi frá að lagt er til að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breyting á texta í kafla 14.1 í aðalskipulagi sveitarfélagsins hljóðar þá svo: "Ekki er heimilt að selja gistiþjónustu í íbúðarbyggð, umfram heimild í 13. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Heimilt er þó að endurnýja rekstrarleyfi til sölu gistingar sem voru í gildi fyrir staðfestingu aðalskipulagsins 06.10.2020 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sbr. bókun meirihluta skipulagsnefndar frá 11.03.2020 þar sem kveðið er á um 0.8 bílastæði á hvert herbergi innan lóðar, greinilegar merkingar gististaðar, gilt starfsleyfi frá HAUST og rekstrarleyfi frá sýslumannsembættinu. Slíkt leyfi er bundið við þá fasteign og þann leyfishafa sem var með rekstrarleyfi til sölu gistingar í viðkomandi fasteign á fyrrgreindum tíma og það hlutfall húsnæðis sem rekstrarleyfi til sölu gistingar var þá bundið við auk þess sem þetta á aðeins við um óbreytta starfsemi frá þeim tíma.
Undanþága vegna heimildar til endurnýjunar rekstrarleyfis til sölu gistingar í íbúðarbyggð, að ofangreindum skilyrðum uppfylltum, er tímabundin til tólf mánaða frá breytingu aðalskipulags, dags. 06.10.2020. Að þeim tíma liðnum fellur heimild til endurnýjunar rekstrarleyfis til sölu gistingar í íbúðabyggð samkvæmt þessu ákvæði niður og jafnframt fellur heimildin niður ef rekstrarleyfið hefur verið fellt niður á grundvelli 1. mgr., 2. mgr. eða 7. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Rekstrarleyfi til sölu gistingar í íbúðabyggð sem endurnýjuð eru samkvæmt ofangreindu eru ótímabundin í samræmi við 1. mgr. 11. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald."
Lagði til að bæjarstjórn samþykki óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Sæmundur Helgason tók til máls. Ásgerður K. Gylfadóttir tók við fundarstjórn. Til andsvars Ásgrímur Ingólfsson.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með fjórum atkvæðum meirihluta.
Sæmundur Helgason á móti Páll Róbert Matthíasson sat hjá.
7. 202103129 - Breyting á aðalskipulagi - Heppuvegur 6
Björgvin Sigurjónsson greindi frá skipulagslýsingu vegna breytinga á afmörkun Miðsvæðis á Höfn. Vegna fyrirhugaðrar breyttrar starfsemi í gamla sláturhúsinu á Heppuvegi 6 er lagt til að miðsvæðið verði stækkað til að ná yfir þá starfsemi. Til samræmis og til að endurspegla raunverulega notkun er miðsvæði einnig teygt yfir gömlu kartöflugeymslurnar/Hafið. Breyting og notkun á húsunum samræmist deiliskipulagi Hafnarvík Heppa og deiliskipulagi hafnarsvæðis við Krossey. Lagði til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa lýsingu á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Miðbær á Höfn.pdf
8. 201909089 - Deiliskipulag Þétting byggðar Innbæ
Björgvin Sigurjónsson greindi frá að við frágang Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi Innbæjar, þéttingu byggðar, kom í ljós að auglýsing birtist í B-deild þann 11. febrúar sl. en athugasemdafresti lauk þann 3. febrúar 2020. Samkvæmt. 42. gr. skipulagslaga þarf því að endurtaka málsmeðferð skipulagsins í samræmi við 41. gr. laganna.
Skipulagið var endurauglýst frá 18. mars til 30. apríl 2021. Tvær athugasemdir bárust frá íbúum.
Markmiðið með deiliskipulaginu er að koma til móts við eftirspurn og stuðla að vexti þéttbýlis með auknu lóðarframboði. Þétting byggðar tekur til nýrra lóða, auk aðliggjandi byggðra lóða við Silfurbraut og Hvannabraut. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir íbúðalóðum fyrir einbýlishús og raðhús.
Lagði til að bæjarstjórn geri svör meirihluta skipulagsnefndar að sínum og vísi málinu í lögformlegt ferli skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með fjórum atkvæðum meirihluta.
Sæmundur Helgason á móti, Páll Róbert Matthíasson og Stefanía Sigurjónsdóttir sátu hjá.
Deiliskipulag þéttingu byggðar í Innbæ greinagerð 201022.pdf
Höfn_Þétting_byggðar_09-A2-V03.pdf
9. 1904057 - Deiliskipulag: Reynivellir II
Björgvin Sigurjónsson greindi frá að deiliskipulagstillaga að Reynivöllum II var auglýst frá 29. janúar til 11. mars 2020. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, HAUST, Vegagerðinni, Náttúrustofu Suðausturlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun og Veðurstofunni. Á grundvelli umsagna var unnið mat á flóðahættu á svæðinu. Brugðist hefur verið við athugasemdum sem fram komu á auglýsingartíma. Þar sem meira en ár er liðið frá auglýsingu deiliskipulagsins þarf að auglýsa aftur.
Markmiðið með gerð deiliskipulagsins er að byggja upp ferðaþjónustu, gistingu og/eða hótel. Nýtt þjónustusvæði VÞ45 liggur sunnan þjóðvegar og er í landi Reynivalla ll. Markmið er að reisa hótel á svæðinu auk þess að styrkja þjónustu við ferðamenn og heimamenn svo sem með vöru- og eldsneytissölu auk ýmis konar afþreyingu s.s. sölu á jökla- og gönguferðum, leiðsögn o.fl.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna og vísa henni í lögformlegt ferli skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki tillöguna með fækkun tenginga við þjóðveg 1 í samræmi við umsögn Vegagerðarinnar. Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Deiliskipulagsuppdráttur_04.05.2021.pdf
10. 202006057 - Deiliskipulag: Ósk um óverulega breytingu vegna gestahúss í Stafafellsfjöllum
Ásgrímur Ingólfsson vék af fundi undir þessum lið. Ásgerður K. Gylfadóttir tók við fundarstjórn.
Björgvin Sigurjónsson greindi frá ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi vegna gestahúss á lóð nr. 12 í Stafafellsfjöllum.
Við byggingu gestahúss í Stafafellsfjöllum þurfti að færa til bygginguna vegna jarðvegs aðstæðna og er húsið því um 6 m frá lóðamörkum. Skv. grein 5.3.2.12 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 skulu ný hús ekki vera nær lóðamörkum en 10 m. Óskað er heimildar til að stækka lóðina skv. samningi við landeigendur um 4 m án breytingar á deiliskipulagi til þess að uppfylla skipulagsreglugerð.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að heimilt verði að breyta lóðarmörkum án breytinga á deiliskipulagi skv. 3. mgr. 43. gr. skipulaglaga, enda um óverulegt frávik að ræða og hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Lagði einnig til að fallið verði frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, þar sem breytingin hefur ekki áhrif á aðra en umsækjanda.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sex atkvæðum.
11. 202104065 - Breyting á deiliskipulagi Skemma í Skaftafelli
Óveruleg breyting á deiliskipulagi var samþykkt í bæjarstjórn þann 8.10.2020. Í hönnunarferli hefur afstaða skemmunnar breyst lítillega og er því óskað eftir að bæjarstjórn samþykki óverulega breytingu á byggingarreit skemmunnar.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að breyta deiliskipulagi í Skaftafelli með óverulegri breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem tillagan felur í sér óverulegar breytingar á notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi svæðisins og að fallið verði frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem breytingin hefur ekki áhrif á hagsmuni í grennd.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Skaftafell - þjónustusvæði.pdf
12. 202104109 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra - Hólabraut 1A og 1B, staðsetning bílastæðis
Óskað er eftir heimild til að bæta við bílastæðum á lóð Hólabrautar 1A. Umsögn eiganda að Hólabraut 1B liggur fyrir. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Forseti lagði til að bæjarstjórn falli frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjanda. Enda er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.


Samþykkt með sjö atkvæðum.
Hólabraut 1A - LL - afstöðumynd.pdf
13. 202104035 - Umsókn um lóð - Ósland L og M
Umsókn Humarhafnarinnar ehf. um lóð að Ófeigstanga L og M. Bæjarráð mælir með úthlutun á lóð M. Bæjarráð getur ekki mælt með úthlutun á lóð L þar sem hún er ekki laus til umsóknar.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki úthlutun á lóð M og synji úthlutun á lóð L.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
14. 202104132 - Umsókn um lóð að Hagatúni 16
Umsókn Lárusar Páls Pálssonar um lóð að Hagatúni 16. Bæjarráð mælti með lóðarúthlutuninni.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki lóðarúthlutunina.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
15. 202104110 - Umsókn um lóð við höfnina
Umsókn GYG ehf. um lóð að Ófeigstanga 11-13.
Bæjarráð getur ekki mælt með úthlutun lóða við Ófeigstanga á meðan unnið er að deiliskipulagi í Óslandi.


Forseti lagði til að bæjarstjórn hafni lóðarúthlutuninni.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
16. 202104106 - Umsókn um lóð - Hagaleira 9
Umsókn Rannvers Olsen um lóð að Hagaleiru 9 lögð fram. Bæjarráð mælti með lóðarúthlutuninni.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki lóðarúthlutunina.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
17. 201806009 - Kosningar í nefndir 2018-2022
Frestað.

18. 202101042 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri gerði grein fyrir störfum sínum síðastliðinn mánuð.
Skýrsla bæjarstjóra 12.5.2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta