Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 991

Haldinn í ráðhúsi,
11.05.2021 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson .
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2104013F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 23
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri sat fundinn undir 1-5. lið.
Almenn mál
2. 202103120 - Útboð: Sindrabær 2021
Ásgerður K. Gylfadóttir vék af fundi undir þessum lið og Björgvin Ó. Sigurjónsson tók við fundarstjórn.

Eitt tilboð barst í verkið, kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 172.616.686 kr.
Þingvað ehf. frávikstilboð 236.777.541 kr. 37% yfir kostnaðaráætlun. Frávikið snýst um að verkið verði unnið á árinu 2022.
Bæjarráð hafnar tilboði í Sindrabæ.
 
Gestir
Björn Þór Imsland umsjónar-,eftirlits-og ábyrgðamaður fasteigna
3. 201709115 - Endurskoðun á ferðaþjónustukafla Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030
Brynja greindi frá stöðu mála.
4. 202104051 - Ósk um stækkun á Hoffellskirkjugarði
Stjórn Bjarnaneskirkjugarða hefur farið fram á stækkun garðsins í Hoffelli. Bændur í Hoffelli hafa bent á að vænlegast sé að stækka garðinn til austurs. Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að kirkjugarðurinn verði stækkaður.


Umhverfis- og skipulagsstjóran falið að vinna áfram að málinu og undirbúa fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2022.

5. 202105041 - Hopp rafhlaupahjól á Hornafjörð
Bæjarstjóri hefur verið í samskiptum við rekstraraðila Hopp rafhlaupahjóla fyrir Hornafjörð en nú þegar er hafin starfsemi í Vestmanneyjum og Akureyri ásamt því að áform eru um að hefja starfsemi í Múlaþingi og á Akranesi.

Lagt fram til kynningar.
Í öðrum sveitarfélögum er slík þjónusta í höndum einkaaðila.
6. 202105039 - Viðaukar fjárhagsáætlunar 2021
Fjármálastjóri gerði grein fyrir viðauka I við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn felur ekki í sér viðbótar lántöku þar sem útgjaldaaukning er tekin af handbæru fé. Bæjarráð samþykkir viðauka I. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
Gestir
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir 6. og 7. lið
7. 202105038 - Staða sveitarsjóðs 2021
Fjármálastjóri fór yfir stöðu sveitarsjóðs fyrsta ársfjórðungs 2021.
Staða sveitarsjóðs er í jafnvægi.
8. 202104131 - Ráðning sviðstjóra fræðslu- og frístundasviðs
Bæjarstjóri upplýsir um stöðu ráðningamála vegna sviðsstjórastöðunnar.
Níu umsóknir bárust um stöðuna en þrír drógu umsókn sína tilbaka. Umsækjendur eru Anna Gréta Ólafsdóttir, Bart van den Bos, Goran Basrak, Hallgrímur Viðar Arnarson, Hermann Hreinsson og Þórgunnur Torfadóttir.


Bæjarstjóri greindi frá stöðu mála.

9. 202104036 - Ósk um aðstöðu í Heppuskóla v. Volaða land
Erindi frá Join Motion Pictures þar sem óskað er eftir aðstöðu vegna kvikmyndaverkefni Volaða lands.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
10. 202105040 - Stofnun þjónustusláturhúss og matarsmiðju
Erindi frá forsvarsmönnum fyrir hóp sem vinnur að stofnun þjónustusláturhúss og matarsmiðju.
Óskað er eftir samvinnu við sveitarfélagið.


Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu.
11. 202105004 - Erindi frá FASK - Matarsmiðjan á Höfn
Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu fjallaði um málefni Matarsmiðjunnar á fundi sínum þann 29. apríl og bókaði eftirfarandi.
"Málefni Matarsmiðjunnar rædd. FASK hvetur SVH til að tryggja starfsemi Matarsmiðjunnar, þar sem hún tryggir nýsköpun og starfshæfni við vinnslu og sölu matvæla ásamt því að tryggja aðgengi smáframleiðenda að húsnæði til að vinna og þróa matvörur."


Bæjarráð þakkar FASK fyrir erindið.
Fundargerð 11 fundur 29 Apríl 21.pdf
Matarsmiðjann á Höfn erindi 29 apríl 2021.pdf
12. 201709565 - Matís og matarsmiðjan
Minnisblað um stöðu mála varðandi matarsmiðju lagt fyrir.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
13. 202104100 - Þjónustukjarni í Mjallhvít
Gert er ráð fyrir að bæta þurfi við félagslega heimaþjónustu um eitt til eitt og hálft stöðugildi, en starfsfólk geti sinnt öðrum verkefnum meðfram viðveru og innlitum í Mjallhvít. Dagsetning breytinga verði í fyrsta lagi 1. júní n.k.

Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að fyrirliggjandi verkáætlun.
14. 202104070 - Tölfræði Vinnumálastofnunar - ósk um að Sveitarfélagið Hornafjörður verði flokkað með sveitarfélögum á Suðurlandi
Í erindi sveitarfélagsins frá 5. nóvember sl. er m.a. óskað eftir því að Vinnumálastofnun staðsetji starfsmann tímabundið í sveitarfélaginu vegna atvinnuástands í sveitarfélaginu. Einnig sendi sveitarfélagið erindi á þessu ári þar sem óskað er eftir að þjónusta við atvinnuleitendur verði staðsett á Suðurlandi og allar greiningartölur um atvinnuástand verði með Suðurlandi ekki Austurlandi eins og nú er gert.

Vinnumálastofnun hefur ákveðið að flytja þjónustu við atvinnuleitendur í Sveitarfélaginu Hornafirði undir þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Suðurlandi. Vinnumálastofnun hefur jafnframt samþykkt að staðsetja starfsmann tímabundið til sex mánaða í Sveitarfélaginu Hornafirði gegn því að sveitarfélagið styrki stöðugildið með skrifstofuhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir að útvega Vinnumálastofnun aðstöðu án endurgjalds í sex mánuði.
Svar til Sveitarfélagsins Hornafjarðar - 7. mai 2021.pdf
15. 202105005 - Erindi frá FASK - Upplýsingamiðstöð á Höfn
Erindi frá FASK varðandi rekstur upplýsingamiðstöðvar á Höfn.


Starfsmenn og forsvarsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, Ríki Vatnajökulsþjóðgarðs og Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu sátu fund með forsvarsmönnum Ferðamálastofu þar sem fram kom að ekki mun fást frekara fjármagn til reksturs upplýsingamiðstöðva á landinu. Allt fjármagn hefur verið sett í Íslandsstofu með það að markmiði að færa allar upplýsingar á stafrænt form á heimasíðunni visiticeland.is. Fjármagnið fer ekki inn í Markaðsstofurnar/áfangastaðastofur.
Upplýsingamiðstöð hefur verið starfrækt í Gömlubúð á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs.
16. 202105006 - European City of Sport initiative for Iceland
Óskað eftir umsóknum frá sveitarfélögum á Íslandi um að gerast "European City of Sport initiative" sem veita viðurkenningu til borga, bæja og annarra sveitarfélaga sem standa vel að íþróttamálum.

Lagt fram til kynningar.
17. 202005051 - Fundargerðir - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga
Fundargerð og ársreikningur 2020 lögð fram til kynningar.
Ársreikningur sjávarútvegssveitarfélaga 2020 - drög.pdf
stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 63..pdf
18. 202102014 - Fundargerð - stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
Fundargerðin Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram en hún hefur jafnframt verið birt á vef sambandsins með þeim gögnum sem lögð voru fram á fundinum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 897.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til baka Prenta