Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 28

Haldinn í ráðhúsi,
27.05.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kristján Sigurður Guðnason formaður,
Hólmfríður Bryndís Þrúðmarsdóttir varaformaður,
Bjarni Ólafur Stefánsson aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir aðalmaður,
Eyrún Helga Ævarsdóttir Menningarmiðstöð.
Fundargerð ritaði: Eyrún Helga Ævarsdóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202004060 - Ársskýrslur MMH
Lagt fram til kynningar.
2. 202001057 - Vegvísar innan Hafnar
Verkefni rúmast innan fjárhagsáætlunar, hönnunarvinna stendur yfir.
3. 202102033 - Reglur um gáma, báta og aðra lausafjármuni í Sveitarfélaginu Hornafirði
Drög af reglum um gáma, báta og aðra lausafjármuni í sveitarfélaginu Hornafjörður. Markmið reglna er að tryggja að öllum öryggis- og hollustukröfum sem tilheyra lausafjármunum sé uppfyllt, að brunavarnir séu fullnægjandi, og að lausafjármunir skapi ekki óþægindi fyrir nágranna. Einnig að taka afstöðu til lausafjármuna á einstökum landnotkunarsvæðum innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Málinu er vísað til umsagnar atvinnu- og menningarmálanefndar úr umhverfis- og skipulagsnefnd.

Lagt fram til kynningar.
4. 202011112 - Ósk um myndatökusvæði á Höfn
Fjölmargar skemmtilegar tillögur bárust nefndinni og þakkar nefndin þátttakendum fyrir frjóar og fallegar hugmyndir. Nefndin hefur ákveðið vinningstillögu og þykir hún henta svæðinu þar sem Akurey stóð. Telur nefndin að hugmyndin muni gefa svæðinu skemmtilegan blæ og geti verið góður viðkomustaður fyrir ferðamenn og heimamenn.
Starfsmaður mun hafa samband við þá sem sendu inn tillögur.
5. 202101089 - Humarhátíð 2021
Sveitarfélagið Hornafjörður og Humarhátíðarnefnd tók þá ákvörðun að halda ekki Humarhátíð með formlegum hætti í ár.
Sveitarfélagið Hornafjörður og Menningarmiðstöð Hornafjarðar mun því efna til óformlegrar Humarhátíðar þar sem viðburðum verður dreift yfir sumartímann og leitar því Menningarmiðstöðin til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja eftir viðburðum sem áhugi er fyrir að halda í samstarfi við Menningarmiðstöðina. Þá getur Menningarmiðstöðin aðstoðað við framkvæmd viðburðarins.

Nefndin hvetur einstaklinga sem hafa áhuga á að halda götuhátíð og bjóða upp á humarsúpu 26. júní eða aðra viðburði á öðrum tímum til að hafa samband við eyrunh@hornafjordur.is
6. 202002094 - Starfsstefna MMH 2021-2025
Lagt fram til kynningar.

Starfsmaður vinnur áfram að málinu.
7. 202012065 - Svavarssafn Ástustofa
Rætt var um opnunartíma Svavarssafns og viðveru starfsmanns á opnunartíma.

Starfsmaður vinnur áfram að málinu.
8. 201709565 - Matís og matarsmiðjan
Matarsmiðjan er farin út úr því húsnæði sem hún var í og unnið er að frekari útfærslu á smiðjunni.
9. 202104018 - Leiðarhöfði - Hönnunarsamkeppni
Lagt fram til kynningar.

10. 202002099 - Staða á atvinnumarkaði í Sveitarfélaginu Hornafirði 2020-1
Þann 25. maí 2021 voru á atvinnuleysisskrá í Sveitarfélaginu Hornafirði alls sjötíu og níu manns, fjörutíu og sex konur og þrjátíu og þrír karlmenn.
11. 202104070 - Tölfræði Vinnumálastofnunar - ósk um að Sveitarfélagið Hornafjörður verði flokkað með sveitarfélögum á Suðurlandi
Líkt og fram kom í svari Vinnumálastofnunar til Sveitarfélagsins Hornafjarðar mun Vinnumálastofnun staðsetja starfsmann tímabundið til sex mánaða í sveitarfélaginu og mun Sveitarfélagið Hornafjörður flokkast þá með sveitarfélögum á suðurlandi í tölfræði Vinnumálastofnunar. Atvinnu og menningarmálanefnd fagnar niðurstöðunni og telur nefndin að þetta skref verði til mikilla bóta fyrir atvinnuleitendur í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta