Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 303

Haldinn í ráðhúsi,
21.11.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Gauti Árnason aðalmaður,
Björgvin Hlíðar Erlendsson 1. varamaður,
Skúli Ingólfsson aðalmaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir aðalmaður,
Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi, Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202208062 - Fjárhagsáætlun 2023-2026
Bæjarstjóri fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2023-26.

Farið var yfir fjárhagsáætlun vegna ársins 2023 og tillögur ræddar ásamt helstu breytingum frá fyrri tillögum.
Styrkir sveitarfélagsins til ýmissa samtaka og íþróttafélaga voru ræddir í samhengi við það. Bæjarstjórn óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Sindra annars vegar og Ríki Vatnajökuls hins vegar á næsta bæjarráðsfund. Einnig var farið yfir drög að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2023 og voru líflegar umræður um nauðsynlegar framkvæmdir í sveitarfélaginu.
2. 202211014 - Álagningareglur 2023
Lagt fram til umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til baka Prenta