Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 11

Haldinn skrifstofa byggingarfulltrúa,
26.02.2021 og hófst hann kl. 11:30
Fundinn sátu: Bartosz Skrzypkowski byggingarfulltrúi,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri,
Borgþór Freysteinsson slökkviliðsstjóri,
Gestur Leó Gíslason verkefnastjóri,
Fundargerð ritaði: Bartosz Skrzypkowski, Byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201903059 - Byggingarleyfisumsókn: Fákaleira 11-13 - raðhús
Mikael ehf. sækir um leyfi til að byggja raðhús á Fákaleiru 11-13. Aðaluppdrættir samþykktir þann 14.03.2019. Bæjarstjórn samþykkti óverulega breytingu á deiliskipulagi þann 22.08.2019. Byggingarleyfi gefið út þann 22.02.2021 skv. 13.gr. laga 160/2010.

Lagt fram til kynningar.
2. 202009086 - Byggingarleyfisumsókn Víkurbraut 2 - viðbygging
Funaborg ehf. sækir um leyfi til að breyta áður samþykktri óbyggðri viðbyggingu við Víkurbraut 2. Til staðar er samþykki meðeinganda. Bæjarstjórn hefur ákveðið að falla frá grenndarkynningu þann 08.10.2020. Byggingaráform samþykkt þann 13.11.2020. Byggingarleyfi gefið út þann 18.01.2021 skv. 13.gr. laga 160/2010.

Lagt fram til kynningar.
3. 201811039 - Byggingarleyfisumsókn: Júllatún 19, einbýlishús
Aðalsteinn Ingólfsson sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús á Júllatún 19. Bæjarráð samþykkti óverulega breytingu á deiliskipulagi f.h. bæjarstjórnar þann 03.07.2018. Aðaluppdrættir samþykktir þann 11.07.2019.

Byggingarleyfi samþykkt skv. 13.gr. laga 160/2010.
4. 202102013 - Byggingarleyfisumsókn - Dalbraut 4, fjölgun íbúðareigna
Bryndís Bjarnarson sækir um leyfi til að breyta einbýlishús á Dalbraut 4. Breytingin felur í sér að húsnæðinu er skipt upp í þrjár íbúðir í stað einnar. Bæjarstjórn samþykkti grenndarkynningu á 282. fundi þann 11.02.2021.

Byggingarleyfi samþykkt skv. 13.gr. laga 160/2010. Heimilt er að víkja frá einstökum ákvæðum 6.hluta byggingarreglugerðar 112/2012 skv. greinargerð hönnuðar sbr. 6.1.5.gr. sömu reglugerðar.
5. 202101120 - Tilkynning um framkvæmd - Austurbraut 10, breyting á burðarvegg
Gunnhildur Lilja Gísladóttir tilkynnir framkvæmd á húsi á Austurbraut 10. Til stendur að fjarlægja hluta steypts veggjar og bita yfir hurð í steyptum millivegg og setja í staðinn stálbita ofan á þakplötu.

Framkvæmd uppfyllir ákvæði 2.3.5.gr. byggingarreglugerðar 112/2012.
6. 202102033 - Reglur um gáma, báta og aðra lausafjármuni í sveitarfélaginu Hornafjörður
Byggingarfulltrúi kynnti drög af reglum um gáma, báta og aðra lausafjármuni í sveitarfélaginu Hornafjörður. Markmið reglna er að tryggja að öllum öryggis- og hollustukröfum sem tilheyra lausafjármunum sé uppfyllt, að brunavarnir séu fullnægjandi, og að lausafjármunir skapi ekki óþægindi fyrir nágranna. Einnig að taka afstöðu til lausafjármuna á einstökum landnotkunarsvæðum innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar.


Málinu vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15 

Til baka Prenta