Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 48

Haldinn í ráðhúsi,
25.01.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir aðalmaður,
Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Gunnar Ásgeirsson aðalmaður,
Selma Ýr Ívarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Eyrún Helga Ævarsdóttir Menningarmiðstöð, Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu og ferðamál.
Fundargerð ritaði: Eyrún Helga Ævarsdóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202212030 - Ferðamennskusamfélagið
Sveitarfélagið Hornafjörður ásamt Rannsóknarsetri Háskóla Íslands í Hornafirði, Nýheimum Þekkingarsetri og Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu, hlutu styrk úr sóknaráætlun Suðurlands fyrir áhersluverkefnið "Ferðamennskusamfélagið - fyrstu skref". Ragnhildur Jónsdóttir verkefnastjóri kynnir samantekt um þá vinnu sem hefur átt sér stað fyrir nefndinni, sem og næstu skref í verkefninu.

Atvinnu- og menningarmálanefnd þakkar Ragnhildi fyrir góða yfirferð á verkefninu. Ljóst er að mikil fjölgun ferðamanna hefur verið í Austur-Skaftafellssýslu á undanförnum árum og gefur spálíkan Ferðamálastofu til kynna að svo verði áfram á komandi árum. Umræður sköpuðust um mikilvægi slíkra upplýsinga fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð, einkum og sér í lagi varðandi fyrirhugaða endurskoðun á aðalskipulagi. Atvinnu- og menningarmálanefnd telur mikilvægt að boðað verði til íbúaþings til að auka aðkomu íbúa vegna þróunar ferðamennskusamfélagsins.
2. 202211065 - Afgreiðsla atvinnu- og rannsóknasjóðs 2023
Umsóknir í atvinnu- og rannsóknarsjóð 2023 lagðar fram til lokaafgreiðslu hjá atvinnu- og menningarmálanefnd. Alls bárust 8 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni, en ein umsóknin var dregin til baka. Ein umsókn barst í A hluta og sex umsóknir í B hluta. Heildarupphæð umsókna var kr. 5.340.000.-, en í ár eru kr. 2.000.000.- til úthlutunar, þar af kr. 800.000.- í A hluta sjóðsins og kr. 1.200.000.- í B hluta hans.

Nefndin fór yfir umsóknir í atvinnu- og rannsóknarsjóð 2023. Úthlutun A-hluta úr atvinnu- og rannsóknarsjóði samþykkt samhljóða. Úthlutun B-hluta úr atvinnu- og rannsóknarsjóði samþykkt samhljóða. Starfsmanni falið að upplýsa umsækjendur um niðurstöðu nefndar. Styrkjum verður úthlutað við hátíðlega athöfn samhliða afhendingu menningarverðlauna og annarra styrkja sveitarfélagsins þann 10. mars nk.
Reglur um atvinnu- og rannsóknasjóð 2015.pdf
Matsblað fyrir umsóknir-Atvinnu og rannsóknarsjóður SVH -atvinnuþáttur.pdf
Matsblað fyrir umsóknir-Atvinnu og rannsóknarsjóður SVH-rannsóknarþáttur.pdf
Atvinnu- og rannsóknarsjóður -Matsrammi fyrir rannsóknarþátt.pdf
Atvinnu- og rannsóknarsjóður - Matsrammi fyrir atvinnuþátt.pdf
3. 202211062 - Styrkir atvinnu- og menningarmálanefndar 2023
Umsóknir í menningarstyrkjasjóð 2023 lagðar fram til lokaafgreiðslu hjá atvinnu- og menningarmálanefnd. Í ár bárust 12 umsóknir í menningarstyrkjasjóð. Heildarupphæð umsókna var kr. 6.000.000. og voru alls kr. 2.600.000. til úthlutunar úr sjóðnum að þessu sinni.

Nefndarmenn fóru yfir styrkja úthlutanir og voru sammála um úthlutun styrkja úr sjóðnum.
Nefndarmenn fóru yfir tilnefningar til menningarverðlauna sem borist hafa, en umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd þakkar innsendar umsóknir og tilnefningar til menningarverðlauna.

Áætlað er að halda menningarhátíð sveitarfélagsins 10. mars 2023.
4. 202301049 - Humarhátíð
Unnið er að skipulagningu Humarhátíðar, hátíðin verður 30 ára í ár og ákveðið hefur verið að auglýsa eftir aðilum sem vilja taka að sér utanumhald með hátíðinni.
Nefndin hefur unnið að því að móta ramma utan um hátíðina og hyggst leggja lokahönd á það fyrir næsta fund.
Mikilvægt er að sem flestir í nærsamfélaginu leggji hönd á plóg varðandi hátíðina og nefndin óskar sérstaklega eftir aðkomu ungmenna- og öldungaráðs.
Áfram er unnið að málinu.
5. 202003084 - Skaftfellingur
Umræða um áform atvinnu- og menningarmálanefndar um rafræna þróun í útgáfu Skaftfellings fór fram á 11. fundi öldungaráðs 16.01.2023. Niðurstaða fundar var að öldungaráð fagnar framþróun í útgáfumálum Skaftfellings.


Nefndin hefur ákveðið að prófa vefútgáfu Skaftfellings á heimasíðu Menningarmiðstöðvarinnar. Með því móti er komið til móts við umhverfissjónarmið og vonandi hraðari útgáfu efnis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta