Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1143

Haldinn í ráðhúsi,
17.09.2024 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir varamaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varamaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2409002F - Fræðslu- og frístundanefnd - 116
Fundargerð fræðslu- og frístundarnefndar númer 116 lögð fram til kynningar.

Almenn mál
2. 202302082 - Hönnun og útboð, fráveita áfangi 4
Niðurstöður útboðs vegna fráveitu áfanga 4 lagðar fram. Tilboð voru opnuð 6. september 2024.


Hjördís Edda Olgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Tvö tilboð bárust í verkið frá Gröfuþjónustu Olgeris upp á 90.585.706 krónur og frá Rósaberg sem hljóðaði upp á 54.161.897 krónur.
Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 65.270.300 krónur.
Bæjarráð Bæjarráð samþykkir tilboð Rósaberg sem er lægstbjóðandi.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Vignir Júlíusson- Forstöðumaður Hornafjarðarhafnar
3. 202309104 - Hönnun - Ráðhús - endurbætur 1.hæð
Umsjónarmaður fasteigna gerði grein fyrir tilboði í endurbætur á 1. hæð ráðhúss sem barst föstudaginn 13.09.2024.



Umsjónarmanni fasteigna falið að vinna áfram að málinu.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Björn Imsland- Umsjónarmaður fasteigna
4. 202409013 - Skólamáltíðir útboð 2025
Í vor rennur út samningur um skólamáltíðir við Vigdísarholt. Samningurinn var í gildi frá 01.09.2023 með framlengingarákvæði til tveggja ára sem var nýtt.
Umfang samnings er þess eðlis að nauðsynlegt er að bjóða hann út á evrópska efnahagssvæðinu. Óskar starfsmaður nefndarinnar eftir því að fá að hefja undirbúning útboðs í samvinnu við ríkiskaup.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að farið verði í undirbúning á útboði á skólamáltíðum. Málinu vísað til bæjarráðs


Bæjarráð samþykkir að farið verði í undirbúning á útboði á skólamáltíðum. Sviðstjóra fræðslu- og frístundarsviðs ásamt bæjarstjóra falið að vinna að undirbúning útboðsins.
Samþykkt samhljóða.
5. 202409037 - Umsókn um um fjárveitingu til starfsemi félagasamtaka
Í ríflega 40 ár hefur Kvennaathvarfið þjónað íslensku samfélagi sem frjáls félagasamtök í náinni samvinnu við opinbera kerfið. Sú þjónusta sem Kvennaathvarfið veitir konum og börnum sem búa við ofbeldi er ómissandi og hafa okkar úrræði verið mikilvægur hlekkur í þjónustu sveitarfélaga.Sveitarfélög landsins eru öflugir stuðningsaðilar kvenna og barna sem sækja skjól til Kvennaathvarfs og er það von okkar að svo verði áfram. Kvennaathvarfið er rekið að hluta til á ríkisstyrkjum en til þess að geta viðhaldið þjónustustigi okkar þá er nauðsynlegt að fleiri aðilar styrki rekstur þess. Sveitarfélögin eru þannig mikilvægur hlekkur í rekstri Kvennaathvarfsins og í því skyni óskum við eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2025 að fjárhæð kr. 500.000.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk upp á 200.000 krónum sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að koma styrknum áleiðis
Samþykkt samhljóða.
6. 202408025 - Fjárhagsáætlun 2025
Framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins 2024-2027 með stöðunni í september ásamt líklegri niðurstöðu í lok árs lögð fram til kynningar.

Í útgönguspá gerum við ráð fyrir að framkvæmdir í A hluta verði um 120 m.kr lægri en áætlun gerði ráð fyrir og niðurstaðan um 115 m.kr lægri í B hluta.

Líkleg niðurstaða fyrir framkvæmdahluta A og B fyrir árið 2025 er því um 235 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir.



7. 202209078 - Fundir bæjarráðs og bæjarstjórnar
Rætt er um leiðir til þess að gera fundargerðir bæjarstjórnar meira upplýsandi.


Á næsta fundi bæjarstjórnar verður gerð tilraun þar sem hvert mál verður merkt með tímastimpli svo auðveldara sé að skoða þau í upptöku fundarins.
Samþykkt samhljóða.
8. 202402100 - Fundartími bæjarstjórnar
Tillaga lögð fram um að færa næsta fund bæjarstjórnar til 17. október í stað 10. október vegna fjármálaráðstefnu 2024.

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu um nýjan fundartíma.
9. 202409029 - Ályktanir NAUST 2024
Ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands sem var haldinn laugardaginn 7. september, lagðar fram til kynningar.

Alyktanir_NAUST_2024.pdf
10. 202401125 - Fundargerðir - Samtök orkusveitarfélaga 2024
Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga númer 74 lögð fram til kynningar.

Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr 74 (undirritað).pdf
11. 202402028 - Fundargerðir SASS 2024
Fundargerð stjórnar SASS númer 612 lögð fram til kynningar.

612.-fundur-stj.-SASS.pdf
12. 202401122 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2024
Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst 2024 lögð fram til kynningar.

Stjórn sambandsins - Samband íslenskra sveitarfélaga.951.pdf
13. 202310053 - Fundargerðir HAUST
Fundargerð 180. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 5. september 2024 lögð fram til kynningar.

Aðalfundur Heilbrigðeftirlits Austurlands verður haldin 6. nóvember á Höfn.
180_fundargerd_Heilbrigdisnefndar.pdf
14. 202403080 - Fjallamennskunám
Skólanefnd FAS fór yfir stöðu og framtíð fjallamennskunámsins.

Bæjarráð ítrekar mikilvægi fjallamennskunámsins og það verði áfram námsbraut á vegum framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu. Framundan eru fundir með skólanefndinni og ráðuneytum þar sem framtíð námsins verður vonandi tryggð hér í sveitarfélaginu.
 
Gestir
Lind Draumland Völundardóttir -skólameistari FAS
Smári Stefánsson - kennari í fjallamennskunámi FAS
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til baka Prenta