Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn Hornafjarðar - 251

Haldinn í ráðhúsi,
28.11.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Skúli Ingólfsson formaður,
Halldór Tjörvi Einarsson varaformaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Sigursteinn Ingvar Traustason Fulltrúi ungmennaráðs,
Ögmundur Jón Guðnason varamaður,
Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafna


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
5. 202003067 - Fundargerðir Hafnasambandsins
Lagt fram til kynningar.

fundargerd_446_hafnasamband.pdf
Almenn mál
2. 202209031 - Breyting á deiliskipulagi - Hafnarsvæði við Krossey
Umhverfis- og skipulagsnefnd vísaði erindi frá Skinney-Þinganess hf. til Hafnarstjórnar á fundi sínum þann 14. nóvember 2022. Skinney-Þinganes hf. óskar eftir breytingu á gildandi skilmálum deiliskipulags, Hafnarsvæði við Krossey, fyrir reit á Krosseyjarvegi 2 austan við fiskvinnsluhús. Deiliskipulag gerir ráð fyrir tíu metra mænishæð, en óskað er eftir að mænishæð verði færð í 17 metra. Lögð er fram vinnslutillaga deiliskipulagsbreytingarinnar.

Hafnarstjórn fagnar uppbyggingu á hafnarsvæði og felur starfsmönnum að eiga samtal forsvarsmenn Skinneyjar-Þinganess um áframhaldið og skipulag svæðisins.
1325-Deiliskipulagsbr-Krossey-til skoðunar-221024.pdf
3. 202211072 - Damen í Hollandi
Vignir greindi frá heimsókn starsmanna til Dammen í Hollandi.

Lagt fram til kynningar.
4. 202211071 - Hafnasambandsþing 2022
Fundargögn frá þinginu og ýmsar upplýsingar má finna á meðfylgjandi tengli:
https://hafnasamband.is/fundir-og-radstefnur/hafnasambandsthing-2022/


Lagt fram til kynningar.
6. 202203093 - Dýpkun á Grynnslum 2022
Álfsnes byrjaði dýpkun 22. okt og fór 4. nóvember 2022. Skipið náði að fjarlægja rösklega 52 þúsund rúmmetra af þeim 130 þúsund sem stefnt var að taka.

Eftir fundarhöld með Vegagerðinni og verktaka er tillaga um að greiða fyrir það magn sem þegar hefur verið dælt upp og færa samninginn á næsta sumar óverðbættan.

Rétt er að taka fram að skipið mun koma hingað aftur ef veður leyfir og við fyrsta tækifæri um leið og aðstæður leyfa og halda áfram dýpkun.


Hafnarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar bendir enn og aftur á ósanngjarna kostnaðarskiptingu á milli sveitarfélagsins og ríkisins við dýpkun á Grynnslunum. Grynnslin eru utan skilgreinds hafnarsvæðis og það er ekki um aðra leið að ræða fyrir flotann til hafnar af sjó.

Hafnarstjórn hvetur yfirvöld samgöngumála eindregið til að taka nú þegar undir sjónarmið sveitarfélagsins og standa straum af kostnaði við dýpkun á Grynnslunum.
breyting-20220822-20221104.pdf
20221104-grynnsli-botn.pdf
20221104-grynnsli-20x20.pdf
 
Gestir
Sigurður Sigurðarson
Almenn mál - umsagnir og vísanir
1. 202104021 - Hornafjarðarhöfn við Ósland - Breyting á deiliskipulagi
Umhverfis- og skipulagsnefnd vísaði deiliskipulagsbreytinunni ásamt umsögnum og athugasemdum til umfjöllunar hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu um breytingu á deiliskipulagi.
A1535-026-U03 Ósland uppdráttur.pdf
A1535-007-U01 Ósland deiliskipulagsgreinargerð.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta