Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1008

Haldinn í ráðhúsi,
05.10.2021 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson .
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2109013F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 240
Fundargerðin samþykkt.
2. 2109014F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 31
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Eyrún Helga Ævarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar
Almenn mál
3. 202108093 - Fjárhagsáætlun 2022-2025
Farið var yfir rekstrarramma í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.
Bókun frá 3. Framboðinu.
Þær tillögur sem lagðar eru hér fram um rekstraráætlun leikskóla í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir árið 2022 gera ráð fyrir að um 6,6% af heildarrekstri innheimtist af foreldrum með leikskólagjöldum. 3. Framboðið leggur til að leikskólinn verði gjaldfrjáls, sem þýðir að foreldrar verða ekki rukkaðir um leikskólagjöld fyrir börn á leikskólaaldri. Jafnrétti til náms er ein helsta forsenda félagslegs réttlætis í samfélaginu. Skólinn á að vera hornsteinn jafnaðar og réttlætis í samfélaginu og gjaldfrjáls leikskóli stuðlar að þeim jöfnuði.
Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagáætlunar 2022.
 
Gestir
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir 2,3 og 4 lið
Þórgunnur Torfadóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Erla Björg Sigurðardóttir sviðstjóri velferðarsvið
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri
4. 202105039 - Viðaukar fjárhagsáætlunar 2021
Fjármálastjóri fór yfir viðauka IV.
Bæjarráð samþykkir viðauka IV og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Fhá 2021 - viðauki 4.pdf
5. 202011025 - Ósk um söfnun undirskrifta vegna breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi í "innbæ"
Minnisblað frá Þjóðskrá þar sem gerð er grein fyrir skipulagi og kostnaði við rafræna íbúakostningu. Þjóðskrá bendir á rafrænt kosningakerfi sem gæti nýst við framkvæmd íbúakosningarinnar.

Lagt fram til kynningar og vísað til næsta fundar.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu í samráði við Þjóðskrá og sveitarstjórnarráðuneytið.
6. 202104018 - Leiðarhöfði - Hönnunarsamkeppni
Unnið verður með Félagi íslenskra landslagsarkítekta (FÍLA) vegna hönnunarsamkeppni um Leiðarhöfðann á Höfn. Drög að auglýsingu fyrir keppnisteymi eru hér með lögð fyrir bæjarráð til umfjöllunar. Sveitarfélagið tilnefnir þrjá aðila í dómnefndina.


Bæjarráð leggur til að Bryndís Hólmarsdóttir, Björgvin Óskar Sigurjónsson og Sæmundur Helgason verði fulltrúar sveitarfélagsins í dómnefndinni.
7. 202101089 - Humarhátíð 2021
Humarhátíð var haldin með breyttu sniði þetta árið sökum covid 19 og því haldnir minni viðburðir dreift yfir sumarið.

Eftir standa 2.250 þúsund, bæjarráð samþykkir að fjármunirnir verði nýttir í viðburði fram að áramótum.
8. 202109091 - Grynnslin - erindi frá Skinney Þinganes
Erindi frá Skinney Þinganes þar sem bent er á að innsiglingin er of grunn.
Skipafélög sem sérhæfa sig í flutningi á frosnum uppsjávarafurðum eiga erfitt með að koma til Hafnar vegna aðstæðna við innsiglinguna.


Bæjarráð þakkar fyrir erindið, og upplýsir að unnið er að málinu í samvinnu við Siglingasvið Vegagerðarinnar.
9. 202109092 - Ósk um leyfi vegna deilileigu fyrir rafhlaupahjól
Þorsteinn Magnússon óskar eftir leyfi frá Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir því að deilileiga
fyrir rafhlaupahjól verði sett upp á Höfn í Hornafirði frá og með maí 2022. Áætlað er að
kaupa 30 rafhlaupahjól og að þau verði afhent í mars-apríl 2022. Rekstur leigunnar verður á
höndum umsækjanda en sveitarfélagið heimilar að slík starfsemi megi fara fram innan
þéttbýlisins á Höfn og heimili afnot af stígakerfi sveitarfélagsins.


Bæjarráð samþykkir að veita leyfi fyrir deilileigu rafhlaupahjóla á Höfn, enda verði öll skilyrði fyrir slíkum rekstri uppfyllt og séð verði til þess að ekki stafi hætta af tækjunum á og við gangstéttir og göngustíga á Höfn.
Bæjarstjóra falið að gera samning við rekstraðila.
10. 202109097 - Fyrirspurn um kaup á þjónustu
Erindi frá Funa ehf. þar sem boðið er upp á þjónustu sem sveitarfélagið gæti nýtt sér.

Bæjarráð óskar eftir fundi með eiganda Funa ehf.
11. 202003029 - Öræfanet: Framkvæmdir við ljósleiðara
Lagðar hafa verið fram tillögur að breytingum á ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins í Öræfum og Suðursveit þ.a. rekstraröryggi sé bætt.


Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
12. 201903117 - Heimsmarkmið og stefnumótun 2019
Vísað til áframhaldandi vinnu starfsmanna.
13. 202109107 - Fundarboð - framtíð minni sveitarfélaga á Íslandi
Erindi frá samstarfshópur minni sveitarfélaga þar sem boðað er til fundar 6. október 2021 á Hilton Nordica.


Lagt fram til kynningar.
Bæjarstóri mætir á fundinn fyrir hönd sveitarfélgasins.
Framtíð minni sveitarfélaga á Íslandi.pdf
14. 202012041 - Umsókn um lóð - Álaleira 6
Umsókn um frest á byggingaráformum að Álaleiru 6. Óskað er eftir frest til 10. nóvember til að skila inn gögnum.


Bæjarráð samþykkir að veita frest til 10. nóvember.
15. 202107038 - Umsögn um útgáfu leyfa - Litla Hof
Björgvin vék af fundi undir þessum lið.
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II B stærra gistiheimili, Litla-Hof Guesthouse.


Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
16. 202102014 - Fundargerð - stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 901.pdf
17. 202104041 - Sala íbúða í eigu sveitarfélagsins
Tilboð hafa borist í eignir sveitarfélagsins að Sandbakkavegi 2 og 4. Tilboðsfrestur rann út kl. 16:00 föstudaginn 1. október, 6 tilboð bárust í Sandbakkaveg 2 og 5 tilboð í Sandbakkaveg 4.

Bæjarráð samþykkir að selja þeim sem gerðu hæðstu tilboðin í íbúðir að Sandbakkavegi 2 og 4.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10 

Til baka Prenta