Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarnefnd - 17

Haldinn Víkurbraut 24,
22.09.2022 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Stefanía Anna Sigurjónsdóttir formaður,
Sveinbjörg Jónsdóttir varaformaður,
Björgvin Hlíðar Erlendsson aðalmaður,
Gunnar Stígur Reynisson aðalmaður,
Íris Heiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Erla Björg Sigurðardóttir sviðstjóri velferðarsviðs, Skúli Ingibergur Þórarinsson félagsmálafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Erla Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2208008F - Fjölmenningarráð - 6
Fundargerð fjölmenningarráðs lögð fram til kynningar.
Almenn mál
2. 202209056 - Landsfundur um jafnréttismál
Skúli Ingibergur Þórarinsson og Eyrún Fríða Árnadóttir fóru fyrir hönd sveitarfélagsins á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn var í Hofi á Akureyri þann 15. september síðastliðinn. Skúli kynnir helstu áherslur landsfundar.

Skúli Ingibergur Þórarinsson gerði grein fyrir helstu áherslum á landsþingi um jafnréttismál sveitarfélaga. Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar er til staðar og er skýr og skilmerkileg. Rætt var um að samhliða endurskoðun áætlunarinnar verði rýnt í hvernig henni hefur verið fylgt eftir þvert á stofnanir sveitarfélagsins. Starfsmanni falið að leita upplýsinga hvernig best sé að haga ferlinu. Jafnframt var rætt um að það verði innleiddir kynjaðir greiningarferlar í áætlunum sveitarfélagsins.
Minnisblað-landsfundur-um-jafnréttismál-sveitarfélaga-2022-EF.pdf
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórainrsson
3. 202112017 - Fjölmenning - stefnumótun
Starfsmönnum velferðarsviðs hefur verið falið að leggja fram tillögu að vinnulagi við gerð mannréttindastefnu sbr. bókun bæjarráðs í máli 202112017 á 1049. fundi sínum þann 1.9.2022. Starfsmenn velferðarsviðs leggja til að skipaður verði vinnuhópur með erindisbréfi um afmarkað efni um gerð mannréttindastefnu.

Málinu vísað til bæjarráðs.
Minnisblað tillaga að skipun hóps mannréttindastefnu.pdf
4. 202209039 - Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni
Ný ákvæði í barnaverndarlögum tóku gildi 1. janúar 2022 sem kveða á um að núverandi pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verði lagðar niður og í stað þeirra verði skipuð umdæmisráð með lögfræðingi, félagsráðgjafa og sálfræðingi með a.m.k. 3ja ára reynslu innan barnaverndarþjónustu. Í III. Kafla 13. og 14. gr. barnaverndarlaga nr.80/2002 er fjallað um umdæmisráð. Samkvæmt lögunum ber sveitarstjórn ábyrgð á að skipa til fimm ára í senn í umdæmisráð. Sviðsstjórar velferðarsviða á landsbyggðinni eru að vinna að því að stofna sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar í umboði sveitarstjórna. Sviðsstjórar velferðarsviða á landsvísu hafa fundað þó nokkuð um málið þar á meðal með Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í kjölfar fundar 7. september sl. með fulltrúum sveitastjórna og sviðsstjórum velferðarsviða var gert ráð fyrir að samningurinn væri staðfestur í öllum sveitarfélögum fyrir föstudaginn 16. september, en þá átti erindisbréf valnefndar að taka gildi með umboði til þess að skipa ráðsmeðlimi í umdæmisráðið. Drög að samningi, erindisbréf fyrir valnefnd og viðauki var lagt fyrir bæjarstjórn Sveitarfélags Hornafjarðar 14. september sl. Bæjarstjórn samþykkti að Sveitarfélagið Hornafjörður verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni.

Lagt fram til kynningar. Umræður um umdæmisráð fóru fram og nefndin fagnar því að faglegt ráð verður skipað.
Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni.pdf
Viðauki II.pdf
Erindisbréf fyrir valnefnd.pdf
5. 202108007 - Staðan í starfsemi velferðarsviðs
Á síðstliðnum mánuðum hafa orðið eftirfarandi mannabreytingar á velferðarsviði:
Árið 2021 voru gerðar skipulagsbreytingar í starfsemi velferðarsviðs og var María Þórðardóttir iðjuþjálfi ráðin í starf forstöðumanns yfir stuðnings-og virkniþjónustu. María hefur sagt upp starfi sínu og hefur Sigríður Helga Axelsdóttir hjúkrunarfræðingur verið ráðin tímabundið til eins árs í starfið. þá hefur Sigrún Bessý Guðmundsdóttir verið ráðin tímabundið til áramóta í starf virkniráðgjafa og verkefnastjórn barnvæns sveitarfélags.


Sviðsstjóri lagði fram upplýsingar um ráðningar í starfsemi velferðarsviðs.
6. 201709341 - Barnaverndarmál
Bókun skráð í trúnaðarmálabók.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta