Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1009

Haldinn í ráðhúsi,
12.10.2021 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson .
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2110001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 28
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri sat fundinn undir 1. 12. og 13. lið.
Almenn mál
2. 202108093 - Fjárhagsáætlun 2022-2025
Samkvæmt dagskrá fjárhagsáætlunar liggur fyrir að fjalla um ramma sviðanna á ný og ræða stofnbúnaðarbeiðnir. Einnig er framkvæmdaáætlun eins og hún var samþykkt í 3ja ára áætlun lögð fram til umræðu.

Samþykkt að vísa römmum til vinnu fjármálastjóra í samræmi við umræður á fundinum.
3. 201709466 - Undirbúningur byggingar nýs hjúkrunarheimilis
Minnisblað frá Framkvæmdasýslu ríkisins vegna útboðs á nýju hjúkrunarheimili lagt fram ásamt svari heilbrigðisráðuneytis.

Samkvæmt bréfi heilbrigðisráðuneytisins til Framkvæmdasýslu ríkisins er lagt til að báðum tilboðum verði hafnað og leitað verði leiða til að draga úr kostnaði framkvæmdarinnar með því að fara nánar yfir forsendur verkefnisins. Bæjarráð harmar afstöðu heilbrigðisráðuneytis. Verkefnið hefur dregist fram úr hófi m.a. vegna yfirferðar á hönnun þess með það að markmiði að draga úr kostnaði. Á sama tíma hefur byggingarkostnaður hækkað verulega m.a. vegna heimsfaraldurs.
Samkvæmt minnisblaði Framkvæmdasýslunnar hækkar hlutur sveitarfélagsins um 116,6 m.kr. m.v. lægra tilboð í framkvæmdina og er bæjarráð tilbúið að fallast á þá hækkun og taka tilboðinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma afstöðu sveitarfélagsins á framfæri og óska eftir fundi með aðilum máls.
4. 202110005 - Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24. september var fjalla um verkefni sem snú að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Kynnt var hugmynd sem Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur mótað og felur í sér að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) er starfi á landsbyggðinni. Markmið verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki. Í samræmi við bókun stjórnar sambandsins er óskað eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október.

Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóra falið vinna áfram að málinu.
Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni.pdf
husnaedisstudningur-hins-opinbera-a-landsbyggd.pdf
Viljayfirlýsing um málefni VH.pdf
Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni.pdf
Minnisblað HMS um landsbyggðar hses..pdf
5. 202110009 - Leiðbeiningar - ritun fundargerða og fjarfundir sveitarstjórna
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem bent er á að ráðuneytið hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um ritum fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti skv. 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Lagt fram til kynningar.
Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúa falið að skoða samræmingu við reglur og leiðbeiningar sveitarfélagsins.
Leiðbeiningar um fjarfundi sveitarstjórna.pdf
Leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna.pdf
Fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga.pdf
Bréf til sveitarfélaga.pdf
6. 201910132 - Gjaldskrá og reglur -Gagnaveita
Lagt til að hækka heimtaugargjaldið um 10%.
7. 202110016 - Umsögn - Drög að breytingu reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Erindi frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn við drögum að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um, Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.
Starfsmönnum falið að kanna áhrif breytinganna á Sveitarfélagið Hornafjörð.
8. 202110001 - Kvörtun vegna reiknings
Umræddur reikningur vegna leigu á aðstöðu á vatnstanki er hluti af dómsmáli sem Hátíðni Finity ehf. höfðaði gegn sveitarfélaginu. Reikningurinn, eins og önnur atriði málsins, koma til skoðunar þegar málið verður dómtekið.
9. 202110019 - Leikfélag Hornafjarðar 60 ára
Erindi frá Leikfélagi Hornafjarðar þar sem gerð er grein fyrir að 60 ár eru síðan leikfélagið var stofnað. Leikfélagið hyggst sýna afmælis- leiksýningu og standa fyrir hinum ýmsu viðburðum á Humarhátíð og endurvekja götuleikhús. Óskað er eftir 2 milljóna stuðning við verkefnið.

Vísað í styrkjaumræðu í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.
10. 202008084 - Stafræn framþróun sveitarfélaga
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem það liggur fyrir kostnaðaráætlun fyrir verkefnið stafræn þróun sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir að leggja verkefninu til fjármagn að upphæð 1.633.056 kr. á næsta ári og vísar því til fjárhagsáætlunar 2022.
Kynning á samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu árið 2022.pdf
Bréf til sveitarfélaga-KB.pdf
Samþykktir og skipting fasts- og valkostnaðar eftir sveitarfélögum .pdf
Sameiginleg verkefni í stafrænni umbreytingu 2022 (1).pdf
11. 202110018 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021
Umræða um möguleg verkefni til að sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða árið 2021. Umsóknarfrestur er til kl. 13 þriðjudaginn 26. október nk.

Starfsmönnum falið að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi
12. 202009072 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2020
Starfsmenn fara yfir stöðu á fyrirliggjandi styrkverkefnum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Árdís greindi frá stöðu á verkefnum sem hafa hlotið styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi
13. 202110027 - Laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna
Lagt fram til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlun 2022 og kosningar næsta vor.

Lagt fram til kynningar.
14. 202011025 - Ósk um söfnun undirskrifta vegna breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi í "innbæ"
Þjóðskrá Íslands hefur tryggt að viðurkennt kosningakerfi er til staðar en til þess að mögulegt sé að nota það þarf að framkvæma öryggisúttekt.



Þegar sveitarstjórn hefur ákveðið að halda íbúakosningu skv. 1. mgr. 107. gr. sveitarstjórnarlaga er henni heimilt að óska eftir því við ráðherra að kosningin fari eingöngu fram með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna kosningarinnar verði rafræn.

Samkvæmt reglugerð nr. 966/2018 um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna kosninga þarf sveitarstjórn að óska eftir samþykki ráðherra fyrir framkvæmd rafrænnar íbúakosningar. Í beiðni sveitarstjórnar skv. 1. mgr. skulu koma fram upplýsingar um það efni sem kjósa skal um en sveitarstjórn setur fram þá endanlegu tillögu sem bera á undir atkvæði. Í beiðni sveitarfélags skulu einnig koma fram upplýsingar um hvort atkvæðagreiðsla eigi að vera bindandi og hvort óskað sé eftir því að miða kosningarrétt við 16 ára aldur.
Bæjarstjóra falið að leita ráða hjá Félagsvísindastofnun HÍ varðandi framsetningu spurningar. Lagt til að kosningaréttur verði miðaður við 16 ár og að kosningin verði ráðgefandi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10 

Til baka Prenta