Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 45

Haldinn í ráðhúsi,
23.11.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir aðalmaður,
Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Selma Ýr Ívarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Bjarni Ólafur Stefánsson varamaður,
Eyrún Helga Ævarsdóttir Menningarmiðstöð, Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu og ferðamál.
Fundargerð ritaði: Eyrún Helga Ævarsdóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202201088 - Staða á atvinnumarkaði í Sveitarfélaginu Hornafirði 2022
Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar ræddi við nefndarmenn um réttindi atvinnuleitenda og fór yfir réttindi atvinnuleitenda utan EES sem koma til vinnu á Íslandi.

Nefndin þakkar Svövu fyrir áhugaverða kynningu á réttindum atvinnuleitenda.
 
Gestir
Svava Júlía Jónsdóttir
2. 202211069 - Umræður um menningarmál
Hlynur Pálmason ræðir við nefndarmenn um menningarmál í sveitarfélaginu.

Nefndin þakkar Hlyni Pálmasyni fyrir kynningu og góða yfirferð á hans framtíðarsýn í menningarmálum. Hlynur lagði til að kvikmyndagerðalist væri gerð að sérstöðu sveitarfélagsins, líkt og sviðslistir á Egilsstöðum og myndlist á Seyðisfirði.
 
Gestir
Hlynur Pálmason
Sigurjón Andrésson
3. 202211065 - Afgreiðsla atvinnu- og rannsóknasjóðs 2023
Atvinnu- og ferðamálafulltrúi leggur fram minnisblað og auglýsingu vegna atvinnu- og rannsóknasjóðs 2023.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir framlagða auglýsingu og tímaáætlun. Atvinnu- og ferðamálafulltrúa var falið að auglýsa styrkinn á heimasíðu sveitarfélagsins og í Eystrahorni. Nefndin hvetur áhugasama til að kynna sér sjóðinn og sækja um fyrir þeim verkefnum sem geta fallið undir hann.
Matsblað fyrir umsóknir-Atvinnu og rannsóknarsjóður SVH-rannsóknarþáttur.pdf
Matsblað fyrir umsóknir-Atvinnu og rannsóknarsjóður SVH -atvinnuþáttur.pdf
Reglur um atvinnu- og rannsóknasjóð 2015.pdf
4. 202211067 - Skilti, vörumerki og fleira - Tillögur fyrir SVH
Sveitarfélagið Hornafjörður óskaði eftir tillögum að útliti að skiltum frá VERT markaðsstofu. Skiltin eru m.a. hugsuð sem inngangur inn í sveitarfélagið bæði austan frá og vestan.

Atvinnu- og menningarmálanefnd fagnar þessum hugmyndum og leggur til að verkefninu verði hrint í framkvæmd.
5. 202211070 - Sunnanátt - Sóknarfæri í nýsköpun
Sóknarfæri í nýsköpun er átta vikna sunnlenskur viðskiptahraðall sem er að fara af stað. Hraðallinn er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Suðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja nýta Sóknarfæri í nýsköpun til að komast lengra með sín verkefni. Þar fá þátttakendur tækifæri til þess að efla sig og sínar hugmyndir undir handleiðslu reyndra þjálfara og mentora.

Kynningarfundur um hraðalinn verður haldinn í netheimum þann 30. nóvember kl. 12-13. Nánari upplýsingar og skráning eru á heimasíðu Háskólafélags Suðurlands, www.hfsu.is.



Atvinnu- og menningarmálanefnd hvetur frumkvöðla og fyrirtæki í Hornafirði til að sækja um í viðskiptahraðlinum og nýta sér þá stoðþjónustu sem er í boði.
6. 202003090 - Vatnajökulsþjóðgarður - fundargerðir stjórnar og svæðisráðs
Lagt fram til kynningar.

176.-fundargerd-stjornar-vatnajokulsthjodgards-19.09.2022.pdf
177.-fundur-stjornar-vatnajokulsthjodgards-17.10.2022-fundargerd_ai.pdf
178.-fundur-stjorn-vatnajokulsthjodgards-24.10.22_3.pdf
20221013-vonarskard-undirrit.pdf
vonarskard-i-vatnajokulsthjodgardi-osk-um-tulkun-a-lagalegum-heimildum-vatnajokulsthjodgards.pdf
179.-fundur-stjornar-vatnajokulsthjodgards-07.11.2022.pdf
svaedisrad-sudursvaedis-111.pdf
svaedisrad-sudursvaedis-112.pdf
7. 201809035 - Mikligarður
Nefndin telur brýnt að taka ákvörðun um framtíð Miklagarðs. Forsendur hafa breyst og óskar nefndin eftir að vinna við framtíðarsýn Miklagarðs verði tekin upp aftur. Einnig þarf að skoða núverandi notkun á húsinu.
Málinu er vísað til bæjarráðs.
8. 202211068 - Gamlabúð
Leigusamningur Vatnajökulsþjóðgarðs rennur út 1. apríl 2023. Nefndin leggur til að sett verði upp sýning í Gömlubúð á vegum Menningarmiðstöðvarinnar og að fjármagni verði úthlutað til þess í fjárhagsáætlun næsta árs.
9. 202211062 - Styrkir atvinnu- og menningarmálanefndar 2023
Styrkjasjóður Atvinnu- og menningarmálanefndar er nú opinn fyrir umsóknir í sjóðinn og hvetur nefndin einstaklinga og félagasamtök að senda inn styrkumsókn. Úthlutunarreglur má finna á síðu sveitarfélagsins.

10. 202003084 - Skaftfellingur
Skaftfellingur er nú komin úr prentun og stefnt er að því að senda hann til áskriftaraðila í byrjun næstu viku og þá er einnig stefnt að því að halda útgáfuteiti í Nýheimum 14. desember. Nefndarmenn þakka höfundum, ritnefnd og öllum þeim sem að útgáfunni komu fyrir vel unnin störf. Skaftfellingur verður til sölu á bókasafninu í byrjun desember.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15 

Til baka Prenta