Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1070

Haldinn í ráðhúsi,
02.02.2023 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Bryndís Bjarnarson , Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2301009F - Velferðarnefnd - 20
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Erla Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
2. 2301018F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 48
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Eyrún Helga Ævarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar sat fundinn einnig undir 4. og 5. lið
Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi sat fundinn einnig undir 4. lið
Almenn mál
3. 202212093 - Húsnæðisáætlun - Hornafjörður 2023
Húsnæðisáæltun fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð lögð fram þar kemur fram að atvinnuástand í sveitarfélaginu hefur verð mjög gott fyrir utan þann tíma sem covid 19 gekk yfir. Skortur er á húsnæði og lóðarframboð ekki fullnægjandi.
Unnið er að skipulagi fyrir nýja íbúabyggð.
Bæjarráð vísar húsnæðisáætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar með áorðum breytingum.
Húsnæðisáætlun 2023 Sveitarfélagið Hornafjörð.pdf
4. 202301099 - Upplýsingamiðstöð - Gamlabúð
Erindi frá Ríki Vatnajökuls þar sem félagið telur sig sjá tækifæri í að sinna þjónustu og rekstri á upplýsingamiðstöð í Gömlubúð í samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð.

Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
5. 202212019 - Beiðni um stuðning við bíóklúbb
Erindi frá Emil Moravek Jóhannssyni fyrir hönd áhugahóps um kvikmyndir og kvikmyndasýningar sem eru að stofna félag um nýjan Bíóklúbb. Bíóklúbburinn óskar eftir samþykki sveitarfélagsins til að gera Bíóloftið að veruleika í sýningarsalnum í Sindrabæ. Þá óskar Bíóklúbburinn einnig eftir fjárhagslegum stuðningi við útlagðan kostnað við tækjakaup á meðan önnur fjármögnun fer fram.

Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og vísar málinu til áframhaldandi vinnu bæjarstjóra.
Bíóloftið .pdf
6. 202301098 - Ósk um að selja nafnið á Sindravöllum
Erindi frá Knattspyrnudeild Sindra þar sem óskað er eftir að selja nafnið á Sindravelli í samræmi við að íþróttahúsið hefur hlotið nafnið Icelagoon höllin.

Bæjarráð gefur knattspyrnudeild Sindra heimild til þessa að fjárafla með því að breyta nafninu á Sindravelli.
7. 202211120 - Hverfisráð - Íbúaráð
Drög að erindisbréfi fyrir íbúaráð lagt fram.

Bæjarráð felur starfsmanni að auglýsa eftir áhugasömu fólki til þess að taka þátt í tilraunaverkefni um íbúaráð í dreifbýli sveitarfélagsins til eins árs samkvæmt drögum að erindisbréfi.
Erindisbréf íbúaráðs - drög.pdf
8. 202301100 - Ráðstöfun íbúðahúsalóða í landi Hofs í Öræfum, krafa landeigenda, Borgartún
Erindi frá Evu Halldórsdóttur lögmanns Guðjóns Bergssonar og Þorláks Arnars Bergssonar varðandi úthlutun lóða í Borgartúni í Öræfum.

Starfsmönnum falið að svara erindinu.
9. 202209049 - Samskiptareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna
Bæjarráð vísaði málinu til næsta fundar með áorðnum breytingum.

Bæjarráð samþykkir samskiptareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
10. 202209045 - Ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030
Bæjarráð samþykkti að stofnaður verði stýrihópur um vinnu við nýtt aðalskipulag í hópnum verði einn frá hverju framboði, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og bæjarstjóri.


Bæjarráð samþykkir að fulltrúar í stýrihópi um vinnu við nýtt aðalskipulag verði Elías Tjörvi Halldórsson, Hjördís Edda Olgeirsdóttir og Ásgerður K. Gylfadóttir.
Samantekt fyrir ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags - bæjarstjórnarfundur 8.2.2023.pdf
11. 202201030 - Undanþágulisti - verkfallsheimild
Samkvæmt lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og lögum um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til
nr. 129/2020 er lagður fram listi yfir þá starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hafa verkfallsheimild.
Bæjarráð samþykkir framlagðan lista og vísar málinu í lögformlegt ferli.

12. 202301104 - Fundargerð 171 - Heilbrigðisnefnd Austurlands
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
171. fundargerð Heilbrigðisnefndar.pdf
13. 202301080 - Fundargerð 917 - Samband Íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 917.pdf
14. 202301088 - Fundargerðir stjórnar SASS
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
591. fundur stj. SASS.pdf
15. 202201012 - Barnaverndarlög, samvinna Fjarðabyggðar og Hornafjarðar um barnaverndarþjónustu.
Samvinna Fjarðabyggðar og Hornafjarðar um barnaverndarþjónustu.
Samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Hornafjarðar á Austurlandi lagður fram til samþykktar.


Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar með áorðnum breytingum og til kynningar í velferðarnefnd.
Samningur um barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Hornafjarðar.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15 

Til baka Prenta