Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Öldungaráð - 15

Haldinn í Miðgarði,
25.09.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Eiríkur Sigurðsson aðalmaður,
Páll Guðmundsson aðalmaður,
Albert Eymundsson aðalmaður,
Jóna Bára Jónsdóttir ,
Ari Jónsson formaður félags eldri hornfirðinga,
Skúli Ingibergur Þórarinsson .
Fundargerð ritaði: Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðsstjóri velferðarsviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202409039 - Innleiðing á Dala Care í Stuðnings- og virkniþjónustu
Fulltrúar frá Dala.Care koma inn á fundinn og kynna fyrir öldungaráði hugbúnaðinn. Innleiðing á hugbúnaði Dala.Care inn í starfsemi stuðnings- og virkniþjónustu stendur nú yfir og er hugbúnaðinum ætlað að bæta samskipti og yfirsýn starfsmanna og þjónustunotenda yfir þá þjónustu sem veitt er. Þá mun hugbúnaðurinn bjóða uppá fjölda verkfæra sem munu bæta þjónustu varðandi samskipti, innheimtu og gæðastrýringu í þjónustunni.

Hanna Rut Sigurjónsdóttir frá Dala.Care kynnti hugbúnaðinn fyrir ráðinu. Verið er að innleiða hugbúnaðinn í starfsemi stuðnings- og virkniþjónustu og hófst sú vinna í ágúst, fyrirhugað er að hann verði komin í notkun frá og með áramótum. Kerfið mun halda utanum þjónustuna sem veitt er og auðveldar utanumhald fyrir þjónustuveitanda, þjónustunotenda og eftir atvikum aðstandanda.

Öldungaráð þakkar Dala.Care kærlega fyrir kynninguna.
 
Gestir
Hanna Rut Sigurjónsdóttir
2. 202306046 - Framkvæmd byggingar hjúkrunarheimilis
Óskað var eftir því að öldungaráð tæki til umfjöllunar stöðu framkvæmda á nýbyggingu hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs sem og endurbætur á núverandi húsnæði. Sigurjón Andrésson bæjarstjóri mætir á fundinn og upplýsir ráðið um stöðu mála.

Ari Jónsson, formaður félags eldri Hornfirðinga og varamaður þess í öldungaráði óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir og bar upp eftirfarandi spurningu: Er nýbyggingin við Skjólgarð og endurbætur á núverandi húsi á áætlun og hvenær er gert ráð fyrir að endanleg bygging verði komin í fulla notkun?

Sigrujón Andrésson bæjarstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir því hvernig aðdragandi framkvæmda bar að og hvernig framkvæmdir hafa þróast.

Nokkrar tafir hafa orðið á framkvæmdum þar sem ófullnægjandi hönnunargögn hafa borist á meðan framkvæmdum hefur staðið. Búið er að skipta um framkvæmdastjórn í kringum verkefnið og miðar framkvæmdum vel áfram í dag. Stefnt er að því að afhending á nýjum Skjólgarði verði fljótlega eftir áramótin en ljóst er að til þess að það gangi eftir þarf allt að ganga upp.

Ari Jónnson velti upp þeirri spurningu á fundinum hversu raunhæf verkáætlun sem unnið er eftir sé og óskaði eftir nákvæmri endurskoðun á verkáætluninni.

Öldungaráð óskar eftir því að fá að fylgja eftir framvindu málsins á næsta fundi.

 
Gestir
Sigurjón Andrésson
3. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Óskað var eftir því að taka upp umfjöllun um endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins og þá ræða sérstaklega hvernig tekið er tillit til þarfa eldri borgara í því þegar kemur að hentugu húsnæði.

Ari Jónsson, formaður félags eldri Hornfirðinga og varamaður þess í öldungaráði óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir og bar upp eftirfarandi spurningu: Yfir stendur endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins, er gert ráð fyrir hentugu húsnæði fyrir eldra fólk (eignar-, leigu- og þjónustuíbúðum) í endurskoðuðu skipulagi?

Endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins er í vinnslu. Hluti af þeirri vinnu er nýtt íbúðasvæði sem kallast Hagahverfi (ÍB5), þar er gert ráð fyrir fjölbreyttum húsnæðiskosti og stefnt að úthlutun í áföngum. Liður í þeirri vinnu er að við hverja úthlutun verður metið hvort að þörf sé fyrir að eyrnamerkja lóðir ákveðnum málaflokkum svo sem fyrir eldri borgara.

Öldungaráð þakkar Sigurjóni kærlega fyrir komuna á fundinn og góð svör.
4. 202402093 - Endurbætur og viðhald í Ekru
Farið yfir stöðu mála varðandi endurnýjun á húsgögnum, stólum og borðum í Ekrusalnum.

Farið yfir stöðuna varðandi endurbætur á húsbúnaði í Ekrunni. Horft er til þess að kaupa þjónustu við að bólstra þá stóla sem til eru í Ekrunni og endurnýja borð og húsgögn í Ekrusal og setustofu.

Sviðsstjóri mun vinna málið áfram í samvinnu við hluteigandi aðila og Félag eldri Hornfirðinga.
5. 202104011 - Reglur um akstursþjónustu aldraðra
Lögð eru fram drög að reglum um akstursþjónustu aldraðra í Sveitarfélaginu Hornafirði. Reglurnar eru byggðar á X. kafla laga um félagsþjónustu Sveitarfélaga nr. 90/1991 með síðari breytingum. í 38.gr. laganna kemur fram að sveitarstjórn skuli stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má. Jafnframt verði tryggð nauðsinleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf.

Skúli I. Þórarinsson sviðsstjóri velferðarsvið fer yfir reglurnar og hvernig þjónustunni verður háttað.

Öldungaráð þakkar sviðsstjóra fyrir yfirferðina.
Reglur um akstursþjónustu aldraðra í Sveitarfélaginu Hornafirði.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til baka Prenta