Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1053

Haldinn í ráðhúsi,
27.09.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varamaður,
Bryndís Bjarnarson , Ólöf Ingunn Björnsdóttir , Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2209011F - Velferðarnefnd - 17
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Erla Björk Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
2. 2209004F - Fræðslu- og frístundanefnd - 93
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs sat fundinn undir 2. 4.-6 lið.
Almenn mál
3. 202209034 - Ríki Vatnajökuls - Kynning á starfsemi
Óskar Vignisson kynnti starfsemi Ríki Vatnajökuls og kynningarvkefni sem unnið er að hjá félaginu.
Bæjarráð þakkar fyrir góða kynningu og fagnar því markaðsátaki sem félagið hefur unnið að á síðustu árum sem hefur gefist mjög vel.
 
Gestir
Kristján S. Guðnason stjórnarmaður hjá Ríki Vatnajökuls
Óskar Vignisson verkefnastjóri hjá Ríki Vatnajökuls
Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi
4. 202209071 - Golfklúbbur Hornafjarðar Samstarfssamningur 2022
Stjórn Golfklúbbs Hornafjarðar óskar eftir auknu framlagi til golfklúbbsins.
Óskað er eftir stuðning við umhirðu og vallarumsjón þannig að hann sagndi undir þremur stöðugildum sumarstarfsmanna. Óskað er eftir að styrkurinn fari úr einni milljón í sex milljónir annað hvort í formi vinnuframlags eða fjárstyrks.
Einnig er óskað eftir að rekstrarstyrkur hækki í fjórar milljónir.


Bæjarráð óskar klúbbnum til hamingju með frábært starf og glæsilegan golfvöll sem er sveitarfélaginu til sóma.
Starfsmönnum falið að vinna að endurskoðun á samningi við Golfklúbb Hornafjarðar samhliða fjárhagsáætlunargerð.
5. 202209018 - Lýðheilsuráð ernidisbréf 2022-2023
Erindisbréfið hefur verið endurskoðað af fræðslu- og frístundanefnd

Bæjarráð samþykkir breytingar á ernidisbréfi lýðheilsuráðs og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Erindisbréf Lýðheilsuráð 2022 loka.pdf
6. 202206057 - Íþróttahús - hönnun á nýju íþróttahúsi á Höfn
Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir að bæjarráð tilnefni vinnuhóp

Bæjarráð samþykkir að vinna með hönnuði að undirbúiningi að nýju íþróttahúsi og verður það unnið út frá fyrirliggjandi gögnum.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
7. 202205063 - Staða sveitarsjóðs 2022
Ólöf gerði grein fyrir stöðu á rekstri sveitarfélagsins.
Rekstur sveitarfélagsins er í jafnvægi.
 
Gestir
Ólöf Ingunn Björnsdóttir sat fundinn undir 7.-16. lið
8. 202209066 - Áskorun - Aðgerðir til að hindra hækkun fasteignagjalda
Húseigendafélagið og Landssamband eldri borgara og Félag atvinnurekenda, senda stjórnvöldum
eftirfarandi sameiginlega áskorun þar sem skorað er á ríki og sveitarfélög að grípa til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja.


Bæjarráð þakkar fyrir áskorunina og tekur undir gagnrýni á regluverk stjórnvalda.
Erindinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
9. 202209068 - Umsókn - Styrkur til kaupa á búnaði fyrir bakarí
Eridi frá Moniku, Macieh og Joao þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á búnaði fyrir bakarí.

Bæjarráð fagnar framtakinu og þakkar fyrir erindið og vísar umsækjendum á að styrkjaúthlutanir í atvinnu- og rannskóknarsjóð verðar auglýstar í byrjun desember og uppbyggingasjóð Suðurlands.
10. 202209084 - Norræna félagið -Ósk um styrk - 100 ára afmæli félagsins
Erindi frá Norræna félaginu þar sem óskað er eftir styrk í tilefni þess að félagið heldur upp á 100 ára afmæli sitt.

Bæjarráð hafnar erindinu.
11. 202209085 - Beiðni - Munum leiðina - Fjólublár bekkur
Erindi frá Alzheimersamtökunum þar sem þau hvetja sveitarfélagið til að setja bekk í fjólubláum lit með setningunni "Munum leðína" með QR kóða á samtökin.

Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og vísar því til starfsmanna.
12. 202209069 - Umsögn - Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda
Erindi frá forsætisráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn við drögum að upplýsingastefnu stjórnvalda.

Lagt fram til kynningar.
13. 202209079 - Ósk um umsögn við frumvarpi til laga um fjárlög 2023, 1.mál.
Fjárlaganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um fjárlagafrumvarp ríkisins 2023.

Lagt fram til kynningar.
FW: Til umsagnar 1. mál frá nefndarsviði Alþingis - fjárlagafrumvarp 2023 ....pdf
14. 202209077 - Ályktun - Stefna stjórnvalda um skógrækt á landsvísu
Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands með ályktun frá aðalfundi félagsins.
"Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022, skorar á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar."


Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
15. 202202047 - Fundargerðir stjórnar Nýheima Þekkingarseturs
Fundargeðrin lögð fram til kynningar.
16. 202209078 - Fundir bæjarráðs og bæjarstjórnar
Fundir bæjarráðs verða 11.október kl. 16:00 og 26. október kl. 13:00.
Bæjarstjórn 21. október í stað 13. október.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05 

Til baka Prenta