Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1069

Haldinn í ráðhúsi,
26.01.2023 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir varamaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Bryndís Bjarnarson , Ólöf Ingunn Björnsdóttir , Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2301007F - Fræðslu- og frístundanefnd - 97
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
2. 2301017F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 252
Fundargerðin samþykkt.
3. 2301019F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 50
Bæjarráð samþykkir að stofnaður verði stýrihópur um vinnu við nýtt aðalskipulag í hópnum verði einn frá hverju framboði, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og bæjarstjóri.
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Stefán Aspar Stefánsson verkefnisstjóri umhverfismála sat fundinn einnig undir 6. og 7. lið
Brynja Dögg Ingólfsdóttir sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn einnig undir 6.7. og 14. lið
Almenn mál
4. 202301054 - Umsókn um aðstöðu í Miklagarði
Hlynur Pálmason kynnti hugmyndir sínar um aðstöðu í Miklagarði, starfsemi sína á Stekkakletti og næstu kvikmyndaverkefni sem hann mun vinna að mestu leyti í sveitarfélaginu.
Bæjarráð þakkar Hlyni fyrir kynninguna og hans mikilvæga framlag til samfélagsins.
 
Gestir
Hlynur Pálmason
5. 201803053 - Skólamáltíðir : samningur og fyrirkomulag
Samningur um skólamáltíðir sem gerður var 2018 rennur út 1. júní 2023 en er með möguleika á framlengingu til tveggja ára. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að samningnum verði framlengt um tvö ár.

Bæjarráð samþykkir að nýta ákvæði núverandi samnings um framlengingu við Vigdísarholt um tvö ár enda hefur samstarfið gengið vel.
6. 201804015 - Gjaldskrá fyrir söfnunarstöð
Framlögð til samþykktar gjaldskrá fyrir söfnunarstöð úrgangs á Höfn í samræmi við meðfylgjandi minnisblað um gjaldskránna.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7. 202212133 - Umsögn - Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss
Framlögð drög að sameiginlegri samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði HAUST. Ekki er um efnislegar breytingar að ræða heldur er verið að bregðast við sameiningu sveitarfélaga sem þurfa að setja sér nýjar samþykktir svo fljótt sem við verður komið.

Bæjarráð samþykkir að vísa samþykkt um umgengni og þrifan utan húss til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
8. 202209039 - Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni
Samningnum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
Gestir
Erla Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
9. 202301062 - Erindi frá Hirðingjunum
Erindi frá Hirðingjunum þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið styrki félagið í formi klippikorta eða stuðnings við förgun húsgagna og fl. sem Hirðingjunum hefur verið gefið og ekki næst að koma í notkun.

Starfsmanni falið að gera drög að samningi sem fellur að hugmyndum um hringrásarhagkerfið.
10. 202211061 - Styrkir bæjarráðs 2023
Styrkumsóknir liggja fyrir og eru lagðar fram til kynningar ekki þarf að taka neina ákvörðun strax.

Bæjarráð samþykkir styrki fyrir árið 2023 og að hækka styrkjarammann um 200.000 sem verði tekið af óráðstöfuðu.
11. 202211120 - Hverfisráð
Drög að erindisbréfi lagt fram til umræðu.

Starfsmanni falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
12. 202110027 - Laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna
Tillæaga að breytingu á upphæð fyrir tækjakaup.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
13. 202209049 - Samskiptareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna
Starfsmanni falið að vinna áfrma að málinu og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
14. 202301047 - Umsögn - Svæðisskipulag Suðurhálendis
Vísað til umsagnar í umhverfis- og skipulagsnefnd.
15. 202212017 - Samningur við Björgunarfélag Hornafjarðar
Uppfærslu samningsins er lokið.

Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
16. 202104041 - Sala íbúða í eigu sveitarfélagsins
Ríkiseignir óska eftir að bæjarráð samþykki að selja 15% eignarhlut sveitarfélagsins í Sunnubraut 3 Höfn.

Bæjarráð samþykkir ósk Ríkiseigna á sölu að Sunnubraut 3 og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:20 

Til baka Prenta