Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 47

Haldinn í ráðhúsi,
28.11.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Gunnlaugur Róbertsson formaður,
Skúli Ingibergur Þórarinsson varaformaður,
Þröstur Jóhannsson aðalmaður,
Elías Tjörvi Halldórsson 1. varamaður,
Finnur Smári Torfason 1. varamaður,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri, Bartek Andresson Kass .
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202208079 - Umhverfisviðurkenning 2022
Framlagt minnisblað um tilnefningar til umhverfisviðurkenninga 2022.

Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga 2022 og viðurkenningarhafar valdir. Viðurkenningar verða afhentar á sama tíma og menningarverðlaun sveitarfélagsins.
2. 202110086 - Gjaldskrá byggingamála
Framlögð til kynningar gjaldskrá byggingarmála. Lagt er til að gjaldskráin haldist efnislega óbreytt en að gjöld, önnur en gatnagerðargjald, taki breytingum í samræmi við vísitölubreytingar sbr. 9. gr. gjaldskrárinnar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að framlagðar tillögur verði samþykktar og að gjaldskrá byggingarmála með uppfærðum gjöldum verði gerð aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins eftir 1. janúar 2023. Málinu vísað til bæjarráðs.
Gjaldskrá byggingarfulltrúa (undirrituð).pdf
3. 202110085 - Gjaldskrá umhverfis- og skipulagsmála
Framlögð til kynningar gjaldskrá umhverfis- og skipulagsmála. Lagt er til að gjaldskráin haldist efnislega óbreytt en að gjöld hennar taki breytingum í samræmi við vísitölubreytingar sbr. 7. gr. gjaldskrárinnar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að framlagðar tillögur verði samþykktar og að gjaldskrá umhverfis- og skipulagsmála með uppfærðum gjöldum verði gerð aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins eftir 1. janúar 2023. Málinu vísað til bæjarráðs.
Gjaldskrá umhverfis- og skipulagsmála (undirrituð).pdf
4. 202001022 - Gjaldskrá fráveitu
Framlögð til kynningar gjaldskrá fráveitu. Lagt er til að gjaldskráin haldist efnislega óbreytt en að tengigjald fráveitu breytist í samræmi við vísitölubreytingar sbr. 2. gr. gjaldskrárinnar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að framlagðar tillögur verði samþykktar og að gjaldskrá fráveitu með uppfærðum gjöldum verði gerð aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir 1. janúar 2023. Málinu vísað til bæjarráðs.
Gjaldskrá fráveitu (undirrituð).pdf
5. 201911041 - Gjaldskrá vatnsveitu
Framlögð til kynningar gjaldskrá vatnsveitu. Lagt er til að gjaldskráin haldist efnislega óbreytt en að gjöld hennar, önnur en vatnsgjald, taki breytingum í samræmi við vísitölubreytingar sbr. 6. gr. gjaldskrárinnar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að framlagðar tillögur verði samþykktar og að gjaldskrá vatnsveitu með uppfærðum gjöldum verði gerð aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir 1. janúar 2023. Málinu vísað til bæjarráðs.
Gjaldskrá vatnsveitu (undirrituð).pdf
6. 202108112 - Fyrirhugað sorpútboð 2022
Framlagt minnisblað um fyrirhugað sorpútboð og tilboð í gerð útboðsgagna.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að öllum tilboðum sé hafnað í ljósi þess að sniðmát vegna útboðs í sorpmálum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga er á lokametrunum. Vonir eru bundnar við að sniðmátið spari umtalsverða vinnu og fjármuni við vinnslu útboðsgagna.
Starfsmanni falið að leita nýrra tilboða þegar sniðmát liggur fyrir.
7. 202210099 - Stöðuleyfisumsókn Skaftafell - endurnýjun stöðuleyfis fyrir söluaðstöðu
Arcanum Fjallaleiðsögumenn ehf. sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir torgsöluhús í Skaftafelli. Vatnajökulsþjóðgarður samþykkti að veita leyfi landeigenda til endurnýjunar.
Stöðuleyfi eru veitt til allt að 12 mánaða og eru ekki gefin út aftur fyrir sömu lausafjármuni á sömu landeign nema með samþykki umhverfis- og skipulagsnefndar. Umsóknir verða þá metnar m.t.t.: landnotkunar, útsýnis, skuggavarps, innsýnar, öryggis og hávaða.


Gunnlaugur vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfis - og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við endurnýjun stöðuleyfis.
Afgr-Skaftafell-Fjalla.pdf
8. 202211044 - Byggingamál - Dalbraut 2a til 2c, fyrirhugaðar framkvæmdir
Lóðarhafi lóða Dalbraut 2A til 2C leggur til frumhönnun af fyrirhuguðum framkvæmdum á lóðunum. Umrætt svæði er á íbúðarsvæði ÍB9 skv. aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindi lóðarhöfum lóða Dalbraut 2, Dalbraut 4, Austurbraut 19, Austurbraut 20, Smárabraut 20 og Smárabraut 21, skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
221111-Dalbraut-frumdrog.pdf
14-11-2022 08-47-05.pdf
9. 202211059 - Byggingarleyfisumsókn - Heppuvegur 6, breyting á notkun og innra skipulagi
Hepputorg ehf. sækir um leyfi fyrir breytingar á innra skipulagi og notkun hússins að Heppuveggi 6. Á 3. hæð er gert ráð fyrir þrjár íbúðir. Önnur hæð skiptist í 8 rými fyrir iðnað, geymslu og svo 4 verslunar og þjónusturými, bruggverksmiðju og veitingastað. Á 1.hæð er gert ráð fyrir 6 verslunar og þjónustu rýmum. Aðaluppdrættir og brunahönnunarskýrsla fylgja.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er umrædd lóð á miðsvæði og heimilt er að hafa í húsi matvælaframleiðslu/iðnaðarframleiðslu, veitingasölu og listsýningar auk íbúða. Nánari skilmálar um notkun eru ekki skilgreindar í deiliskipulagi fyrir lóðina.


Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráform enda eru þau í samræmi við aðal- og deiliskipulag.
2022.11.16 Heppuvegur 6 Aðaluppdr._ÖRUGG.pdf
10. 202211075 - Byggingarleyfisumsókn - Svínafell 2, íbúðarhús
Erna Ragnhildur Gísladóttir sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús í Svínafelli 2, Nesjum (landeignarnúmer L222008). Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæði, en samkvæmt aðalskipulagi er lóð innan skógræktar- og landgræðslusvæði/landbúnaðarsvæði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010, þar sem framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Fallið frá grenndarkynningu þar sem framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Svínafell-A1 - Afstöðu- og grunnmynd.pdf
Svínafell-A1 - Útlit og snið.pdf
11. 202211112 - Byggingarleyfisumsókn - Fiskhóll 11, breyting inni, fjölgun íbúða
Sveinbjörn Imsland f.h. Imsland ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu á húsi að Fiskhól 11. Um er að ræða breytingar að innan. Fyrirhuguð er að fjölga íbúðum í húsinu úr 3 í 4. Lóðin er á íbúðarsvæði ÍB6 sem gerir ráð fyrir 10-15 íbúðum á svæði. Með breytingu sem hér um ræðir fer fjöldi íbúða á svæðinu úr 11 í 12. Í gildandi deiliskipulagi er ekki skilgreindur hámarksfjöldi íbúða í húsinu en þar kemur fram að lóðir við Fiskhól séu fullbyggðar.

Umhverfis- og skipulagnefnd leggur til að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi þar sem í skilmálum fyrir lóð að Fiskhóll 11 verði skilgreint að heimilt sé að vera með allt að 4 íbúðir í húsinu. Óverulega breytingu skal grenndarkynna eigendum húsa að Fiskhól, sbr. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010.
Fiskhóll-aðalteikningasett skipting íbúða merkt.pdf
12. 202211101 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra - Hálsasker 3
Hólmfríður Guðlaugsdóttir og Ármann Guðmundsson óska eftir að nýtt verði ákvæði 44. gr. skipulagslaga um heimild til framkvæmda án deiliskipulagsgerðar fyrir 70-80m² íbúðarhús á lóð Hálsasker 3 í Svínafelli.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að heimild verði að nýta ákvæði 44. gr. skipulagslaga vegna framkvæmda á lóð Hálsasker 3 og óskar eftir frekari gögnum til að grenndarkynning geti farið fram.
Umhverfis og skipulagsnefnd vísar til bókunar sínar frá 12.10.2022 þar sem bent var á að verði um frekari uppbyggingu að ræða á svæðinu skuli vinna deiliskipulag.
13. 202211079 - Landeignaskrá - Mói Meðalfell 2, uppskipting landeigna
Olgeir Karl Ólafsson, Karl Ágúst Guðnason og Þorsteinn Sigjónsson óska eftir uppskiptingu jarðarinnar Móa Meðalfelli 2. Fyrirhuguð er að stofna lóðir samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða landbúnaðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóða, enda samræmist hún skipulagsáætlun. Nefndin telur að stofnun lóðanna hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
102 Medalfell 2 Lodarblad B.pdf
101 Medalfell 2 Lodarblad A.pdf
105 Moakot Lodarblad.pdf
104 Moi Lodarblad.pdf
103 Medalfell 2 Lodarblad C.pdf
14. 202211102 - Landeignaskrá - Miðsker, stofnun landeignar Miðsker III
Miðskersbúið ehf. óska eftir að úr jörðinni Miðsker (159510 ) verði stofnuð ný 792 m² viðskipta og þjónustulóð um núverandi tvö frístundahús sem áætlunin er að hafa í útleigu. Svæði er á landbúnaðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins er ferðaþjónusta heimiluð innan tiltekna marka að uppfylltum skilyrðum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðar, enda samrýmist hún skipulagsáætlun. Nefndin telur að stofnun lóðar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar sbr. 6.gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Miðsker III - Lóðarblað.pdf
15. 202204014 - Framkvæmdaleyfi - Efnistaka á Suðurfjörum
Óskað hefur verið eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á Suðurfjörum.

Leyfi landeigenda liggur ekki fyrir og er framkvæmdaleyfi því hafnað.
16. 202211097 - Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna efnistöku
Jökulfell ehf hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu E38 í Svínafelli. Náman er staðsett í árfarvegi Austurfljóts. Fljótið hefur nú alveg þornað upp þar sem Hoffellsjökull hefur hörfað það mikið að fljótið fellur til vesturs, í Vesturfljót. Svæðið er áraurar og nær gróðurlaust.
Áður hefur verið gefið út framkvæmdaleyfi vegna efnistöku allt að 17.500 m3 í hluta námunnar.
E38 - Heimilt að taka allt að 49,999m3
Tekið úr árfarvegi Austurfljóts á um 1,5 ha svæði. Um er að ræða ógrónar áreyrar og flóðasvæði og því engar líkur á að þar séu fornminjar.
Þegar vinnslu lýkur verða gerðir fláar í jöðrum námunnar til að draga úr sjónrænum áhrifum og til þess að hún skapi ekki hættu. Ekki er gert ráð fyrir að græða hana upp, þar sem umhverfið er allt ógróið.
Sótt er um leyfi til að taka 20.000 m3 á árunum 2022-2025.


Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag og í samræmi við landnotkun. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. grein skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
17. 202211041 - Tjaldsvæði og íbúðarsvæði Fiskhóli, gangstétt við Víkurbraut - Breyting á deiliskipulagi
Lögð fram breyting á deiliskipulagi tjaldsvæðis og íbúðarsvæðis á Fiskhóli þar sem gert er ráð fyrir nýrri gönguleið norð-austan Víkurbrautar frá Fákaleiru að Fiskhóli.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að bæta inn gangbraut og leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt í samræmi við 2. mbr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Tjaldsvæði á Höfn gangstétt-2525-020-000.pdf
18. 202211051 - Víkurbraut 5 - deiliskipulag
Erindi dags. 14.11.2022 þar sem Gláma - Kím sendir inn fyrirspurn f.h. lóðareiganda Víkurbrautar 5, um heimild til að vinna nýtt deiliskipulag fyrir lóðina sem mun skilgreina ramma um byggingu íbúða af ýmsum stærðum. Meðfylgjandi eru þrjár tillögur af mögulegum byggingarmassa. Fyrirliggjandi hugmyndir krefjist breytingar á aðalskipulagi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur mikilvægt að í landi sveitarfélagsins sé skipulag mótað á heildstæðan hátt fyrir svæði sem myndar heildstæða einingu - hverfi, hverfishluta, götureit eða húsaþyrpingar í samræmi við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar. Það er stefna sveitarfélagsins að gera ekki deiliskipulag fyrir stakar lóðir innan þéttbýlis.
Nú eru í ferli skipulagstillögur fyrir reiti beggja vegna lóðarinnar og gera þarf ráð fyrir að skipulag lóðarinnar falli inn í þau ferli til að tryggja að heildarsýn náist fyrir miðsvæðið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur umhverfis- og skipulagsstjóra að ræða við umsækjanda.
T2-AFSTO¨ÐUMYND_ SKUGGAVARP_ 3D.pdf
T1-AFSTO¨ÐUMYND_ SKUGGAVARP_ 3D.pdf
T3$AFSTO¨ÐUMYND_ SKUGGAVARP_ 3D.pdf
19. 202209053 - Hagaleira ÍB1, leiðrétting - Breyting á aðalskipulagi
Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 vegna íbúðasvæðisins á Hagaleiru. Skipulagsstofnun hefur ákvarðað að breytingin geti ekki talist óveruleg og skal því fara í fulla breytingu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að ræða við Skipulagsstofnun um eðli breytingarinnar. Um er að ræða leiðréttingu á aðalskipulagi og stærsti hluti bygginganna hefur þegar verið byggður eða er í byggingu.
20. 202209054 - Seljavellir 2 - Verslun og þjónusta, Breyting á aðalskipulagi
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna nýs verslunar- og þjónustusvæðis á Seljavöllum 2. Skipulagslýsing var kynnt og var athugasemdarfrestur frá 25. okt. til 8. nóv. 2022. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, RARIK, HAUST, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands.
Samhliða er unnið deiliskipulag fyrir svæðið.


Umhverfis- og skipulagsnefnd felur umhverfis- og skipulagsstjóra að kynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 3. mgr. 30. gr. sömu laga.
2525-020-ASK-001-V02 Seljavellir 2.pdf
21. 202205087 - Seljavellir 2 - Deiliskipulag
Lögð er fram tillaga að deiliskipulag Seljavalla 2 vegna uppbyggingar ferðaþjónustu. Skipulagslýsing var kynnt og var athugasemdarfrestur frá 25. okt. til 8. nóv. 2022. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, RARIK, HAUST, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands. Samhliða er unnið að breytingu aðalskipulags fyrir svæðið og það skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur umverfis- og skipulagsstjóra að kynna tillögunina í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
Seljavellir 2_tillaga_DSK_ívinnslu_271122.pdf
22. 202209106 - Breyting á aðalskipulagi - VÞ45 Reynivellir
Sveitarfélagið Hornafjörður sendi Skipulagsstofnun óverulega breytingu á aðalskipulagi vegna Reynivalla II til staðfestingar þann 28. október 2022. Með bréfi dags. 7. nóvember frá Skipulagsstofnun kemur fram að stofnunin geti ekki fallist á að breytingin sé óveruleg.
Lagt er fram minnisblað til áréttingar á stefnu aðalskipulags er varðar gistirými í sveitarfélaginu.


Umhverfis- og skipulagsnefnd getur ekki fallist á túlkun Skipulagsstofnunar um að aðalskipulagsbreytingin sé veruleg. Lagt er til að tillagan verði send á ný til Skipulagsstofnunar til staðfestingar með þeim rökum er koma fram í framlögðu minnisblaði.
23. 202211096 - Vegir í náttúru Íslands
Í 32. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 er kveðið á um að sveitarfélög skuli gera tillögu að skrá um vegi innan sinna marka, aðra en þjóðvegi, í náttúru Íslands þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. Nánar er kveðið á um vegaskrána í reglugerð nr. 260/2018. Gerð vegaskrárinnar er tengd aðalskipulagsgerð í regluverkinu.
Lögð er fram tillaga í mótun um framkvæmd skráninga vega í náttúru Íslands.


Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur undir framlagða tillögu um skráningu vega í náttúru Íslands og felur starfsmanni að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 

Til baka Prenta