Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 43

Haldinn í ráðhúsi,
28.09.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir aðalmaður,
Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Gunnar Ásgeirsson aðalmaður,
Selma Ýr Ívarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Eyrún Helga Ævarsdóttir Menningarmiðstöð, Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu og ferðamál.
Fundargerð ritaði: Eyrún Helga Ævarsdóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202209034 - Ríki Vatnajökuls - Kynning á starfsemi
Fulltrúar frá Ríki Vatnajökuls kynna starfsemi félagsins og markaðsafurðir sem unnið hefur verið að í samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð.

Atvinnu- og menningarmálanefnd þakkar Óskari Vignissyni og Kristjáni S. Guðnasyni fyrir áhugaverða kynningu á starfsemi félagsins. Ríki Vatnajökuls hefur unnið að markaðssetningu ferðaþjónustu innan sveitarfélagsins og hefur unnið þar gott starf. Nefndin hvetur fyrirtæki í sveitarfélaginu til að kynna sér starfsemi félagsins og hvetur bæjarráð til að semja við félagið um áframhaldandi samstarf.
 
Gestir
Óskar Vignisson
Kristján S. Guðnason
2. 202001057 - Vegvísar innan Hafnar
Atvinnu- og ferðamálafulltrúi leggur fram prófarkir að vegvísum á Höfn.

Lagt fram til kynningar.
3. 202209089 - Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2022
Atvinnu- og ferðamálafulltrúi leggur fram minnisblað með tillögum að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2022.

Nefndarmenn samþykkja tillögur atvinnu- og ferðamálafulltrúa sem mun vinna áfram að málinu.
4. 202208029 - Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022
Bæjarstjórn lagði til að siðareglurnar verði teknar upp til endurskoðunar í nefndum og bæjarráði

Atvinnu- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemdir við siðareglur kjörinna fulltrúa.
Siðarreglur kjörinna fulltrúa 2018-2022.pdf
5. 202202017 - Humarhátíð 2022
Farið verður yfir uppgjör Humarhátíðar og rætt um framtíð hátíðarinnar. Tillögur að breyttu fyrirkomulagi á rekstri hátíðarinnar ræddar.

Nefndin telur Humarhátíð vera mikilvæga fjölskylduhátíð og vil auka veg hennar. Endurskoða þarf fyrirkomulag hátíðarinnar og setja faglegan ramma um hana. Starfsmaður vinnur áfram að málinu.
6. 201810110 - Gjaldskrá Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Lagt fram til kynningar.

Starfsmaður nefndar vinnur áfram að málinu.
7. 202011112 - Ósk um myndatökusvæði á Höfn
Starfsmaður nefndarinnar hefur unnið að því að hrinda þessu í framkvæmd, en því miður hefur það ekki gengið upp. Kostnaður er mun meiri en nefndin gerði ráð fyrir og verkið óframkvæmanlegt nema þá í samráði við hönnuð (sem ekki er fjárheimild fyrir) og að auki þyrfti þetta að fara í gegnum skipulagsferli.



Atvinnu- og ferðamálafulltrúa falið að taka upp fyrri hugmyndir að útiramma til myndatöku.
8. 202209060 - Fjárhagsáætlun Menningarmiðstöðvarinnar
Lagt fram til kynningar.

Starfsmaður nefndar vinnur áfram að málinu.
9. 202012066 - Menningarmiðstöð
Nefndarmenn fara í skoðunarferð um varðveisluhúsnæði Menningarmiðstöðvarinnar.

Nefndin lýsir ánægju yfir því starfi sem starfsmenn vinna að varðveislu og skráningu menningarminja sveitarfélagsins. Nefndin telur úrbóta á geymsluhúsnæði vera þörf er varðar brunavarnir, öryggismál, aðstöðu og geymsluskilyrði muna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15 

Til baka Prenta