Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 28

Haldinn í ráðhúsi,
05.10.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson formaður,
Finnur Smári Torfason varaformaður,
Vésteinn Fjölnisson 2. varamaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Björgvin Hlíðar Erlendsson aðalmaður,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Stefán Aspar Stefánsson .
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202109080 - Skyldur sveitarfélaga gagnvart dýrum í neyð
Lagt fram til upplýsingar minnisblað um skyldur sveitarfélaga gagnvart hálfvilltum eða villtum dýrum í neyð. Minnisblaðið var tekið saman í kjölfar heimsókna Valla rostungs í smábátahöfnina á Höfn undanfarna daga.

2. 202110004 - Hreindýraveiðar í sveitarfélaginu Hornafirði
Vakin hefur verið athygli Umhverfis- og skipulagsstjóra á því að fáir leiðsögumenn fyrir hreindýraveiðimenn séu að sinna veiðisvæðum 8 og 9. Um er að ræða fremur erfið veiðisvæði sem erfitt er að komast um nema gangandi. Fáir leiðsögumenn virðast sinna svæðinu þrátt fyrir að margir hafi réttindi til þess. 10 ár eru síðan síðast var haldið námskeið fyrir nýja leiðsögumenn og talsvert hefur fækkað í hópi þeirra sem reglulega sinna svæðinu. Á síðasta veiðitímabili var kvóti fyrir tarfa 27 og leiðsagði sami maður á veiðar á 23 af þeim og 2 standa óveiddir. Kvóti fyrir kýr var 15 og leiðsagði sami maður á veiðar á 11 af þeim og sömuleiðis standa tvær óveiddar.
Einnig hefur Vatnajökulsþjóðgarður bent á þörf á að fækka dýrum á Breiðamerkursandi. Svona mikill fjöldi dýra valda skaða á náttúru svæðisins.


Umhverfis- og skipulagsnefnd telur mikilvægt að tryggt sé að veiðimenn geti stundað veiðar á hreindýrum á svæði 8 og 9. Það er óásættanlegt að ekki náist að fylla í veiðikvóta þar sem leiðsögumenn fást ekki til veiða á svæðinu. Mikilvægt er að gefa ungu fólki sem þekkir vel til á svæðinu tækifæri til að gerast leiðsögumenn við hreindýraveiðar á svæðinu. Þekkt er að leiðsögumenn sem þekkja sig ekki á svæðinu séu í vandræðum með að finna dýr enda erfitt aðgengi víða. Einnig er mikilvægt að veiðimönum í nóvemberveiði sé beint á þau svæði innan veiðisvæðanna þar sem mikilvægt er að halda fjölda dýra í skefjum. Mikilvægt er að halda vel utan um stofnstærðarmat og kanna ætti hvort tilefni sé til að fjölga talningum á Breiðamerkursandi og skoða stofnstærð og dreifingu á haustin. Starfsmanni falið að senda Umhverfisstofnun og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti bréf um þetta efni.
3. 202012090 - Stefnumörkun um götulýsingu
Drög að stefnumörkun um lýsingu á Höfn kynnt. Stefnan er unnin í tengslum við drög að umhverfisstefnu og í framhaldi af því að sveitarfélagið hefur nú tekið við götulýsingu af Rarik.

Starfsmanni falið að gera mat á kostnaði við útskiptingu búnaðar fyrir útilýsingu á vegum sveitarfélagsins.
4. 202009042 - Urðunarstaður í Lóni úttekt og greining
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur látið gera úttekt á urðunarstaðnum í Lóni. Niðurstöður úttektarinnar er að miðað við magn urðunar og breyttar kröfur til urðunar og flokkunar er talið að svæðið dugi til urðunar næstu 17-23 árin.

Starfsmanni falið að fá tilboð í vinnu við frágangsáætlun og vöktunaráætlun.

5. 202108010 - Byggingarleyfisumsókn - Stafafellsfjöll lóð 8, frístundahús
Borgþór Freysteinsson óskar eftir heimild til að víkja frá kröfum deiliskipulags frístundasvæðis Stafafellsfjöll í Lóni. Í greinargerð deiliskipulagsins kemur fram að aðalhús má vera allt að 120m² og ekki minna en 30m², en aukahús getur verið allt að 30m², þó ekki stærra en helmingur af stærð aðalhúss. Fyrirhuguð er að reisa 36,1m² frístundahús á lóð nr. 8 og hafa það sem aðalhús, en núverandi 22,3m² bústað sem aukahús. Óskað er eftir því að vikið sé frá kröfum í deiliskipulagi um að auka hús gæti ekki verið stærra en helmingur af stærð aðalhús. Í deiliskipulagi er einnig miðað við að húsin falli sem best að landi og að stefna aðalmænis fylgi sem mest meginstefnu í landinu og verði að jafnaði samsíða hlíðum, en staðsetning hússins er sýnd á uppdráttum. Grenndarkynning var send á landeigendur sem hafa allir skilað umsögnum.



Málinu er frestað og nefndarmennum falið að skoða aðstæður á lóðinni.
6. 202109070 - Tilkynning um framkvæmd - Ránarslóð 10, innanhúss breyting á rísi
Gunnar Stígur Reynisson tilkynnir framkvæmd við hús á Ránarslóð 10. Um er að ræða framkvæmd innanhúss sem felur í sér breytingu á notkun riss úr geymslu í svefnloft, uppsetningu nýja stiga að rísi og fellistiga utanhúss. Ekki er gildandi deiliskipulag til staðar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að heimilað verði að breyta húsi á Ránarslóð 10 í samræmi við framlagðar teikningar skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fallið er frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga enda varðar breytingin ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
7. 202104031 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - Langatorfa í Svínafelli, breyting á notkun á fjárhúsi
Regína Hreinsdóttir sendir fyrirspurn vegna fyrirhugaðra breytinga á Löngutorfu. Fyrirhuguð er að breyta notkun á fjárhúsi og koma upp veitingaaðstöðu með bar fyrir uþb 30 manns. Í húsinu yrði fullbúið eldhús fyrir veitingasöluna, lager og geymslupláss, aðstaða fyrir starfsfólk, afmarkað rými fyrir bjórgerð og vinnsluaðstaða til að vinna afurðir úr ærkjöti. Einnig er gert ráð fyrir um 40 fm íbúð sem gæti nýst fyrir starfsmenn. Fyrirhuguð er einnig að breyta hlöðuna í íbúðarhúsnæði. Lóðin er á VÞ32 svæði en um það kemur fram í aðalskipulagi "Ferðaþjónusta, gisting, greiðasala. Uppbygging vegna hennar skal heimil, skv. deiliskipulagi. Allt að 80 gistirými. Frístundahús, 2 hús. Svæðisafmörkun ~ 3ha"
Grenndarkynning hefur farið fram og eitt svar borist þar sem ekki var gerð athugasemd við breytingarnar en bent á að aðkomuvegurinn sé mjór og holóttur. Samkvæmt upplýsingum frá Regínu hefur verið samið við verktaka um lagfæringu á veginum.


Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar að veitt sé byggingarleyfi án deiliskipulagsgerðar skv. 1. mgr. 44.gr. skipulagslaga enda er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar
8. 202109078 - Byggingarleyfisumsókn: Hálsasker 2, íbúðarhús
Oddur Ari Sigurðsson og Katerina Sardicka sækja um byggingarleyfi fyrir um 60m² íbúðarhús á Hálsaskeri 2 í Öræfum. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Skv. aðalskipulagi er svæðið á skógræktar- og landgræðslusvæði/landbúnaðarsvæði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að heimilað verði að byggja umrætt hús í samræmi við framlagðar teikningar skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Nefndin telur að fullnægjandi grenndarkynning hefur þegar farið fram sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
9. 202109093 - Deiliskipulag - Hálsasker - Svínafell 2
Óskað hefur verið eftir samþykkt deiliskipulags skv. meðfylgjandi uppdrætti. Þegar hefur verið samþykkt leyfi fyrir gestahúsi sem mun nýtist sem heilsárshús við framtíðaruppbyggingu. Áætlað er að endurbyggja gamla Hnappavallabæinn á Byggingareit B1, í upprunalegri mynd.
Lögð er áhersla á að skapa á lóðinn bæjarhlað og húsaþyrpingu eftir ríkjandi hefðum.


Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulag skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Fallið er frá gerð skipulagslýsingar skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Fornleifaskráning_Svínafell í Öræfum_Hálsasker_Deilisk.pdf
SVÍNAFELL DSK_210720.pdf
10. 202103129 - Breyting á aðalskipulagi - Heppuvegur 6
Breyting á aðalskipulagi fyrir Heppuveg 6 lögð fram. Megin markmið með breytingunni er að M1 miðsvæði stækkar og Heppuvegur 5 og hluti Heppuvegar 6 verða á miðsvæði í stað athafnasvæðis. Með breyttri landnotkun verður heimilt að hafa á lóðunum matvælaframleiðslu/iðnaðarframleiðslu, veitingasölu og listsýningar auk íbúða. Tillagan var auglýst frá 3. ágúst til 14. september 2021. Umsagnir bárust frá Minjastofnun og Umhverfisstofnun.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi skv.32. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
11. 202011129 - Breyting á aðalskipulagi Hnappavellir 1 - Verslunar og þjónustusvæði
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi á hluta af Hnappavöllum 1. Nánar tiltekið er um að ræða 10.909 m2 lóð úr landinu þar sem stendur fjárhús og hlaða. Lóðinni verður skipt út úr jörðinni og mun heita Hnappavellir 1, Mói en hún hefur ekki verið skráð hjá Þjóðskrá. Stefnt er að því að breyta byggingum sem þegar eru á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir fleiri byggingum. Lóðinni verði breytt í VÞ svæði þar sem gert verði ráð fyrir ferðaþjónustu, m.a. gistingu og litlu tjaldsvæði.
Breyting á aðalskipulagi var auglýst frá 16. ágúst til 27. september 2021. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni og Minjastofnun.


Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi skv.32. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
12. 202011122 - Breyting á aðalskipulagi - Borgarhöfn 2-3 Suðursveit
Markmið með aðalskipulagsbreytingunni er að breyta landnotkun á hluta lögbýlisins úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði á um 5 ha. svæði. Breyting á aðalskipulagi var auglýst frá 16. ágúst til 27. september 2021. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni og Minjastofnun.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi skv.32. gr. skipulagslaga með fyrirvara um jákvæða umsögn Veðurstofu Íslands. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
13. 202103128 - Deiliskipulag Borgarhöfn
Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að skilgreina tjaldsvæði, byggingarreit fyrir smáhýsi og lóðir og byggingarreiti fyrir frístundahús. Áform landeiganda er að efla ferðaþjónustu á svæðinu og bjóða uppá möguleika til gistingar og afleidda þjónustu.
Deiliskipulagið var auglýst frá 16. ágúst til 27. september 2021. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni og Minjastofnun.


Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga með breytingum á texta í samræmi við umsögn Minjastofnunar. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
14. 202012081 - Breyting á deiliskipulagi, útbæ Höfn
Lög fram tillaga að uppbyggingu hótels á lóðum í Útbæ á Höfn og ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi í samræmi við framlagðar hugmyndir.

Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar að unnin sé tillaga að breytingu á deiliskipulagi á grundvelli framlagðra teikninga.
15. 202109068 - Ósk um sameiningu lóða
Óskað er eftir sameiningu lóða Hafnarbrautar 4 og 6. Á Hafnarbraut 4 er starfræktur veitingastaðurinn Birki og er heimild til viðbyggingar til vesturs á þeim hluta lóðarinnar sem stækkaður var inn á lóð nr. 6 fyrir nokkrum árum.
Á lóð 6 er gert ráð fyrir bílastæðum.


Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að ræða við umsækjanda og vísar breytingum á svæðinu í vinnu við deiliskipulag Hafnarvík/Heppa.
16. 202108101 - Deiliskipulag Skaftafell III og IV
Tillaga að deiliskipulagi lögð fram. Markmið með deiliskipulagi þessu er að sníða ramma utan um byggð lítilla húsa á jörðinni Skaftafell III og staðsetja grunninnviði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulag skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Fallið er frá gerð skipulagslýsingar skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
17. 202109067 - Framkvæmdaleyfi - Efnistaka í Slufrudalsá E18
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr eyrum Slufrudalsár. Efni hefur verið unnið þarna áður, síðast var unnið 2015 um 8.000 m3

Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag og í samræmi við landnotkun. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. grein skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
18. 202109098 - Bílastæði á hafnarsvæði
Hafnarstjórn hefur beint því til Umhverfis- og skipulagsnefndar að taka til skoðunar bílastæðamál við hafnarsvæðið. Annarsvegar þarf að leysa bílastæðamál sjómanna og hinsvegar bílastæðamál gesta á svæðinu.

Unnið er að breytingum á deiliskipulagi Hafnarvík Heppu þar sem m.a. er verið að endurskoða bílastæði. Gert er ráð fyrir bílastæðum á Akureyjarplaninu þegar framkvæmdum á svæðinu líkur nú í haust.
19. 202003026 - Skipulag íbúðarsvæðis
Íbúafundur um framtíðaríbúðarsvæði á Höfn og lóðaframboð var haldinn 15. september sl. og var vel sóttur en um 60 manns sóttu fundinn. Drög að samantekt frá fundinum kynnt.

Starfsmanni falið að taka saman helstu niðurstöður til birtingar á heimasíðu og í Eystrahorni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta