Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 106

Haldinn í ráðhúsi,
03.11.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Selma Ýr Ívarsdóttir ,
Sindri Sigurjón Einarsson ,
Sigurður Gunnlaugsson ,
Björg Kristjánsdóttir ,
Birta Ósk Sigbjörnsdóttir ,
Kristján Reynir Ívarsson ,
Sunna Dís Birgisdóttir ,
Theódór Árni Stefánsson ,
Emil Örn Moravek Jóhannsson .
Fundargerð ritaði: Emil Morávek, verkefnistjóri á fræðslu- og frístundasviði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202509069 - Skaftfellingur
Atvinnu- og menningarmálanefnd sveitarfélagsins óskaði eftir því á fundi sínum 22. október að starfsmaður hennar kynni fyrir ungmennaráði útgáfu Skaftfellings sem fyrirhuguð er árið 2026 og óska eftir virkri þátttöku ráðsins.

Ungmennaráð þakkar Kristínu Völu kærlega fyrir áhugaverða og vel heppnaða kynningu. Ráðið er ánægt með að fá tækifæri til að setja sitt mark á Skaftfelling. Ungmennaráð vill jafnframt þakka atvinnu- og menningarmálanefnd fyrir að vísa málinu áfram. Ráðið stefnir á að leggja sitt af mörkum í formi greina eða gagnaöflunar sem tengist verkefninu. Verkefnastjóri leggur til vinnuskipulag þar sem einn fulltrúi ráðsins tekur að sér ritstjórn fyrir hönd hópsins.

Reglur-um-utgafu-Skaftfellings-samthykktar-i-baejarradi.pdf
 
Gestir
Kristín Vala Þrastardóttir
2. 202312038 - HeimaHöfn - Ungt fólk og efling byggða
Heima Höfn - Ungt fólk og efling byggðar

Á síðasta fundi ungmennaráðs kynnti Eyrún Fríða Árnadóttir verkefni sem HeimaHöfn hefur fengið styrk til að vinna en það er kynningarmyndband um ungt fólk og eflingu byggðar. HeimaHöfn vill vinna að verkefninu í samstarfi við ungmennaráð Hornafjarðar bæði er snýr að hugmyndavinnu og framleiðslu myndbandsins og tók ungmennaráð vel í það.
Eyrún Fríða fer nú yfir verkáætlun verkefnisins og næstu skref í samstarfinu.


Eyrún Fríða Árnadóttir kynnti fyrir ungmennaráði vinnustofu undir hennar leiðsögn. Vinnustofu þar sem unnið verður að hugmynd að myndbandinu. Ungmennaráð tók vel í tillöguna og lagði til miðvikudaginn 12. nóvember kl. 18:30-21:30. Ungmennaráð þakkar Eyrúnu fyrir gott samtal.
 
Gestir
Eyrún Fríða Árnadóttir
3. 202504082 - Barna og ungmennaþing 2025
Undirbúningur fyrir Barna- og ungmennaþingið sem haldið verður 18. nóvember gengur vel.
Markmiðið er að tryggja breiða þátttöku barna og ungmenna allt upp að 25 ára aldri. Ungemnnaráð hefur lagt til hugmyndir að umræðuefni sem unnið hefur verið úr.

Hvernig er hægt að virkja ungmennaráð og nemendafélöginn að ná til ungmenna úr atvinnulífinu?


Rætt var um leiðir til að virkja ungmennaráð og nemendafélög til að ná betur til ungs fólks sem starfar í atvinnulífinu. Fulltrúar ungmennaráðs komu með ýmsar hugmyndir og bentu á einstaklinga og fyrirtæki sem gætu tekið þátt í viðburðinum. Verkefnastjóri mun vinna áfram með þær hugmyndir og hafa samband við þá aðila sem nefndir voru á fundinum.
4. 202510118 - Ráðstefna þar sem ungmennaráð sveitarfélaga landsins koma samann
Samband íslenskra sveitarfélaga heldur Ungmennaráðstefnu þann 5. desember í Reykjavík.
Þar koma saman öll ungmennaráð landsins til að vinna saman, ræða málefni ungs fólks og efla áhrif þeirra í samfélaginu. Ungmennaráð Hornafjarðar á pláss fyrir fimm fulltrúa sem taka þátt í ráðstefnunni.


Farið var yfir dagskrá ráðstefnunnar og skipulag hennar. Í kjölfarið samþykkti ráðið að senda fulltrúa ungmennaráðs Hornafjarðar á ráðstefnuna og felur verkefnastjóra að vinna frekar að málinu, þar á meðal að skipuleggja þátttöku og ferðalagið.
5. 202510010 - Fulltrúar í fastenefndum fara yfir málin
Fulltrúar ungmennaráðs í fastanefndum sveitarfélagsins kynna umræður og mál sem þeim finnst standa upp úr af fundum nefndanna. Það sem er áhugaverðast eða hefur verið mest umdeilt eða eftirminnilegt.

Fulltrúar fastanefnda kynntu umræður sem fram fóru á fundum þeirra.
Farið var yfir umræður hafnarstjórnar um uppfærslur á Birni lóðs, málefni frá atvinnu- og menningarmálanefnd, sem og fjölda mála frá umhverfis- og skipulagsnefnd. Ráðið fór jafnframt yfir bókanir fræðslu- og frístundanefndar um málefni UMF Sindra, auk fleiri mála. Ljóst er að mikið er að gera í fastanefndum sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta