Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 21

Haldinn í ráðhúsi,
03.03.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson formaður,
Finnur Smári Torfason varaformaður,
Erla Rún Guðmundsdóttir aðalmaður,
Björgvin Hlíðar Erlendsson aðalmaður,
Hjördís Skírnisdóttir 1. varamaður,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Anna Ragnarsdóttir Pedersen umhverfisfulltrúi, Bartosz Skrzypkowski byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2102015F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 11
Lagt fram til kynningar.

Almenn mál
2. 202102033 - Reglur um gáma, báta og aðra lausafjármuni í sveitarfélaginu Hornafjörður
Drög af reglum um gáma, báta og aðra lausafjármuni í sveitarfélaginu Hornafjörður. Markmið reglna er að tryggja að öllum öryggis- og hollustukröfum sem tilheyra lausafjármunum sé uppfyllt, að brunavarnir séu fullnægjandi, og að lausafjármunir skapi ekki óþægindi fyrir nágranna. Einnig að taka afstöðu til lausafjármuna á einstökum landnotkunarsvæðum innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.
Málinu vísað til Hafnarnefndar og Atvinnu- og menningarmálanefndar.
DRÖG Reglur um gáma, báta og aðra lausafjármuni.pdf
3. 202102022 - Stjórnunar- og verndaráætlun Breiðamerkursands
Svæðisráð suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur auglýst viðauka við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs vegna stækkunar. Umsagnarfrestur er til 15. mars. n.k.

Starfamanni falið að undirbúa umsögn í samræmi við umræður á fundinum og senda inn.
4. 202001013 - Umhverfisstefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Umhverfisstefna lögð fram til kynningar.

Starfsmanni falið að vinna úr þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.
5. 202102100 - Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku úr Hornafjarðarós
GYG ehf óskar eftir leyfi til að taka efni úr sjó í Hornafjarðarósi innan sveitarfélagsins Hornafjarðar. Efninu verður dælt, samtals um 9.990 m3 eða um 15.000 tonn. Óskað er eftir því að færð verði inn á aðalskipulag með óverulegri breytingu efnistökusvæði fyrir allt að 9.990 m3.


Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku úr sjó í Hornafjarðarósi.
Starfsmanni falið að undirbúa óverulega breytingu á aðalskipulagi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur áherslu á að dæling, vinnsla og flutningar efnisins sé unnin í fullu samráði við hafnaryfirvöld.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
6. 202102046 - Breyting á aðalskipulagi við Hrollaugsstaði
Skipulagslýsing fyrir bæði breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag var auglýst frá 16. febrúar til 1. mars. Umsagnir hafa borist frá Skipulagsstofnun, Veðurstofu Íslands, HAUST, Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Birni Borgþóri og Þórey.

Starfsmanni falið að undirbúa breytingu á aðalskipulagi í samræmi við skipulagslýsingu og framkomnar umsagnir.
7. 202002001 - Deiliskipulag við Hrollaugsstaði
Skipulagslýsing var auglýst frá 16. febrúar til 1. mars. Umsagnir hafa borist frá Skipulagsstofnun, Veðurstofu Íslands, HAUST, Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Birni Borgþóri og Þórey. Beðið er umsagnar frá Vegagerðinni.

Starfsmanni falið að vinna áfram að undirbúningi deiliskipulags með hliðsjón af skipulagslýsingu og framkomnum umsögnum.
8. 202102047 - Breyting á aðalskipulagi - Leirusvæði II
Skipulagslýsing var auglýst frá 16. febrúar til 1. mars. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Veðurstofu Íslands og HAUST og Minjastofnun.

Starfsmanni falið að undirbúa breytingu á aðalskipulagi í samræmi við skipulagslýsingu og framkomnar umsagnir.
9. 202011120 - Deiliskipulag - Leirusvæði 2
Skipulagslýsing var auglýst frá 16. febrúar til 1. mars. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands og HAUST og Minjastofnun. Beðið er umsagnar frá Vegagerðinni.

Starfsmanni falið að vinna áfram að undirbúningi deiliskipulags með hliðsjón af skipulagslýsingu og framkomnum umsögnum.
Umsögn Skipulagsstofnunar.pdf
Umsögn VÍ.pdf
Umsögn HAUST.pdf
Umsögn MÍ.pdf
Umsögn UST.pdf
10. 201909089 - Deiliskipulag Þétting byggðar Innbæ
Við frágang Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi Innbæjar, þéttingu byggðar, kom í ljós að auglýsing birtist í B-deild þann 11. febrúar sl. en athugasemdafresti lauk þann 3. febrúar 2020. Samkvæmt. 42. gr. skipulagslaga þarf því að endurtaka málsmeðferð skipulagsins í samræmi við 41. gr. laganna.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið að nýju.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
11. 201803062 - Ósk um breytingu á skipulagi Bjarnahól 8 og 9
Óskað eftir heimild til að byggja bílskúr og skipta upp sameiginlegum hluta lóða skv. meðfylgjandi teikningu. Málið var áður tekið fyrir í ágúst 2017.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.


Starfsmanni falið að undirbúa og auglýsa grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga.
12. 202102099 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - Bílskúr Hlíðartún 7
Óskað er eftir heimild til að byggja bílskúr samkvæmt meðfylgjandi mynd. Gert er ráð fyrri tvöföldum bílskúr, 8.0 x 7.50 m að stærð með einhalla þaki eins og á húsinu. Það er teiknuð hurð austan megin á skúrinn og við hliðina á henni kæmu 2 gluggar í sömu átt. Ekki fleiri gluggar á skúrnum. Hann yrði á lóðarmörkum eins og á teikningunni. Þak verður lítið út fyrir skúrinn. Grunnur verður úr samanbrjótanlegum frauðkubbum. Bílskúrinn yrði úr timbri með bárujárnsklæðningu að utan.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.


Starfsmanni falið að undirbúa og auglýsa grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga.
13. 201903059 - Byggingarleyfisumsókn: Fákaleira 11-13 - raðhús
Breyting á deiliskipulagi vegna raðhúss. Breytingin var samþykkt af bæjarstjórn í ágúst 2019 eftir grenndarkynningu en láðst hefur að auglýsa breytinguna í B-deild stjórnartíðinda og er því breytingin lögð aftur fyrir til staðfestingar. Engin athugasemd barst við grenndarkynninguna.

Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga á grundvelli grenndarkynningar frá apríl 2019.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
14. 201802017 - Grenndarkynning: Leyfilegt byggingarmagn Júllatún 10 og 19-21
Óskað var heimildar til að auka við byggingarmagn á lóðum 10, 19 og 21 við Júllatún. Heimilt byggingarmagn verði allt að 150 m2 á hverri lóð.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi var áður samþykkt í bæjarráði þann 3. júlí 2018 en láðst hefur að auglýsa breytinguna í B-deild stjórnartíðinda og er því breytingin lögð fyrir aftur til samþykktar. Engin athugasemd barst við grenndarkynninguna.


Ásgrímur vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga á grundvelli grenndarkynningar frá apríl 2019.
Lagt er til að breyting á byggingarmagni nái til Júllatúni 8, 10, 17, 19 og 21. Heimilt verður að byggja 150 m2 á hverri lóð.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
15. 1810089 - Fyrirspurn um breytingu á lóð: Hagaleira 14
Óveruleg breyting á skipulagi var áður samþykkt í bæjarstjórn þann 22. ágúst 2019 en láðst hefur að auglýsa breytinguna í B-deild stjórnartíðinda og er því tekin fyrir aftur til staðfestingar. Samþykkt var að byggja mætti á lóðinni allt að 340 m2 parhús en áður var heimilt að byggja allt að 540 m2 einbýlishús. Ein athugasemd barst við grenndarkynningu.

Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga á grundvelli grenndarkynningar frá ágúst 2019.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að endurtaka grenndarkynningu þar sem hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn enda verður umrætt parhús í hæfilegri fjarlægð frá nærliggjandi húsum og grunnflötur byggingar er talsvert undir leyfilegu byggingarmagni á lóðinni.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
16. 202012081 - Breyting á deiliskipulagi, útbæ Höfn
Lögð fram á ný umsókn um breytingu á deiliskipulagi þar sem heimilað verði að hótel á lóðinni verði að hluta til 3ja hæða.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytingu skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga í samræmi við framlagða tillögu.
Starfsmanni falið að afla gagna vegna deiliskipulagsbreytingar hjá umsækjanda.
17. 202102062 - Framkvæmdaleyfi - færsla á Prestbakkalínu Breiðamerkursandi.
Lagt fram til kynningar. Fyrirhuguð færsla á línunni er í samræmi við aðalskipulag en við yfirferð gagna kom í ljós að ekki er samræmi við deiliskipulag Jökulsárlón Breiðamerkursandi í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa grenndarkynningu vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi í samræmi við aðalskipulag. Við grenndarkynningu skal leitað umsagnar Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar.
18. 202102073 - Framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara frá Skaftárhreppi að Skaftafelli
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðarastreng frá tengistað sínum vestan við Brúará í Skaftárhrepp I og áfram austur
yfir Skeiðarársand að tengistað við vegamót að þjóðgarðinum í Skaftafelli. Fyrirhugaður framkvæmdatími er sumarið 2021.
Ástæða lagnarinnar er áframhaldandi uppbygging ljósleiðarakerfis Orkufjarskipta milli tengjvirkja, til stýringa á raforkukerfi landsmanna.


Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag og í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. grein skipulagslaga.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
19. 202102070 - Framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara frá Setbergi til Rauðabergs
Óska er eftir framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðarastreng frá
tengistað Rarik í landi Setbergs að tengistað við gatnamót á vegi no:1 og 986 að Rauðabergi. Áætlaður framkvæmdatími er sumarið 2021.
Ástæða lagnarinnar er áframhaldandi uppbygging ljósleiðarakerfis Orkufjarskipta milli tengjvirkja, til stýringa á raforkukerfi landsmanna.


Málinu er frestað.
20. 201806055 - Hönnun: Fráveita, götur og gangstéttir Hafnarbraut
Yfirlit af útliti Hafnarbrautar fyrir útboð. Gert er ráð fyrir malbikun götu og gangstíga með forsteyptum rauðum kantstein.
Götuþveranir verða hækkaðar og hellulagðar. Gatnamót Hafnarbrautar og Víkurbrautar verða hellulögð sem og göngustígar.


Starfsmanni falið að undirbúa útboð og kynningargögn fyrir íbúa vegna yfirborðsfrágangs á Hafnarbraut og truflunar á aðgangi vegna framkvæmda.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta