Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 24

Haldinn í ráðhúsi,
10.05.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson formaður,
Finnur Smári Torfason varaformaður,
Erla Þórhallsdóttir 3. varamaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Björgvin Hlíðar Erlendsson aðalmaður,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri .
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201709115 - Endurskoðun á ferðaþjónustukafla Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030
Við endurskoðun á ferðaþjónustukafla aðalskipulags var ákveðið að gefa þeim aðilum sem rekið hafa gistiheimili í íbúðarbyggð svokallað sólarlagsákvæði til 1. maí 2023 til að koma húsnæði sínu í aðra notkun. Veittar hafa verið umsagnir um rekstrarleyfi í samræmi við það og Sýslumaður veitti eitt slíkt tímabundið leyfi. Nú hefur komið í ljós að ekki er heimilt að veita tímabundin rekstrarleyfi skv. 11. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007. Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur því afturkallað þegar útgefið leyfi og óskað eftir endurnýjuðum umsögnum Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breyting á texta í kafla xx hljóðar þá svo: "Ekki er heimilt að selja gistiþjónustu í íbúðarbyggð, umfram heimild í 13. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Heimilt er þó að endurnýja rekstrarleyfi til sölu gistingar sem voru í gildi fyrir staðfestingu aðalskipulagsins 06.10.2020 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sbr. bókun skipulagsnefndar frá 11.03.2020 þar sem kveðið er á um 0.8 bílastæði á hvert herbergi innan lóðar, greinilegar merkingar gististaðar, gilt starfsleyfi frá HAUST og rekstrarleyfi frá sýslumannsembættinu. Slíkt leyfi er bundið við þá fasteign og þann leyfishafa sem var með rekstrarleyfi til sölu gistingar í viðkomandi fasteign á fyrrgreindum tíma og það hlutfall húsnæðis sem rekstrarleyfi til sölu gistingar var þá bundið við auk þess sem um þetta á aðeins við um óbreytta starfsemi frá þeim tíma.
Undanþága vegna heimildar til endurnýjunar rekstrarleyfis til sölu gistingar í íbúðarbyggð, að ofangreindum skilyrðum uppfylltum, er tímabundin til tólf mánaða frá breytingu aðalskipulags, dags. 06.10.2020. Að þeim tíma liðnum fellur heimild til endurnýjunar rekstrarleyfis til sölu gistingar í íbúðarbyggð samkvæmt þessu ákvæði niður og jafnframt fellur heimildin niður ef rekstrarleyfið hefur verið fellt niður á grundvelli 1. mgr., 2. mgr. eða 7. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Rekstrarleyfi til sölu gistingar í íbúðarbyggð sem endurnýjuð eru samkvæmt ofangreindu eru ótímabundin í samræmi við 1. mgr. 11. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald."

Sæmundur ítrekar fyrri bókanir í málinu og leggst gegn því að heimila minni gistiheimili í íbúðarbyggð.
2. 202103129 - Breyting á aðalskipulagi - Heppuvegur 6
Lögð fram skipulagslýsing vegna breytingar á afmörkun Miðsvæðis á Höfn. Vegna fyrirhugaðrar breyttrar starfsemi í gamla sláturhúsinu á Heppuvegi 6 er miðsvæði stækkað til að ná yfir þá starfsemi. Til samræmis og til að endurspegla raunverulega notkun er miðsvæði einnig teygt yfir gömlu kartöflugeymslurnar/Hafið. Breyting og notkun á húsunum samræmist deiliskipulagi Hafnarvík Heppa og deiliskipulagi hafnarsvæðis við Krossey.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að breyta skipulaginu skv. 36. gr. skipulagslaga og auglýsa skipulagslýsingu skv. 30. gr. skipulagslaga.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
2525-020-15-LYS-001-V01 Miðbær á Höfn.pdf
3. 202003026 - Skipulag íbúðarsvæðis
Minnisblað um þörf og framboð á íbúðarhúsalóðum til næstu ára. Skv. húsnæðisáætlun er þörf á 4-12 íbúðum á ári að meðaltali. Uppbygging hefur farið fram úr væntingum og fáar lóðir til úthlutunar en talsvert af húsnæði í byggingu eða lóðum hefur verið úthlutað og uppbygging væntanleg á næsta ári. Umræða um næstu skref í skipulagsmálum til að anna eftirspurn eftir íbúðarhúsalóðum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að undirbúa íbúafund um málið.
4. 201908014 - Deiliskipulag Miðsvæði Hafnar
Í vinnslu er deiliskipulag miðsvæðis Hafnar. Farið yfir stöðu málsins og næstu skref.

Lagt fram til kynningar.
5. 1904057 - Deiliskipulag: Reynivellir II
Deiliskipulagssvæðið er u.þ.b. 10 ha spilda vestast i Suðursveit og í um 12 km akstursfjarlægð frá Jökulsárlóni. Svæðið nær frá landamörkum Reynivalla ll í austri að Hrollaugshólum. Svæðið er sléttlendi, að mestu gamall framburður Fellsár. Skilgreind er ein lóð með tveimur byggingarreitum. Annars vegar byggingareitur fyrir hótel og sundlaug en auk þess er heimilt að reisa tengdar stoðbyggingar innan reitsins. Hins vegar byggingarreitur fyrir verslun og þjónustu með tilheyrandi snyrtingum og aðstöðu fyrir veitingasölu.

Deiliskipulagstillaga að Reynivöllum II var auglýst frá 29. mars til 11. janúar 2020. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, HAUST, Vegagerðinni, Náttúrustofu Suð-austurlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun og Veðurstofunni. Á grundvelli umsagna var unnið mat á flóðahættu á svæðinu. Brugðist hefur verið við athugasemdum sem fram komu á auglýsingartíma. Þar sem meira en ár er liðið frá auglýsingu skipulagsins þarf að auglýsa aftur.


Fækka þarf tengingum við þjóðveg 1 í samræmi við umsögn Vegagerðarinnar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt og auglýst skv. 41. gr. Fallið er frá kynningu skv. 40. grein þar sem um endurauglýsingu er að ræða. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
19-012-(90)1.01 Deiliskipulagsuppdráttur_04.05.2021.pdf
Fellsá 100 ára flóð skýrsla.pdf
Umsögn VÍ.pdf
Umsögn Vegagerðin.pdf
Minnisblað Vegagerð_fóðahætta.pdf
Umsögn MÍ.pdf
Umsögn Náttúrustofu Suð-austurlands.pdf
Umsögn HAUST.pdf
Umsögn NÍ.pdf
Umsögn UST.pdf
6. 201806055 - Hönnun: Fráveita, götur og gangstéttir Hafnarbraut
Farið yfir upplýsingar um stöðu málsins útboð og kynningu. Rætt verður við veitingaaðila við framkvæmdasvæðið og málið kynnt fyrir íbúum á heimasíðu sveitarfélagsins.



Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta