Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 31

Haldinn í ráðhúsi,
06.01.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson formaður,
Finnur Smári Torfason varaformaður,
Erla Rún Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Björgvin Hlíðar Erlendsson aðalmaður,
Brynja Lind Óskarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Bartosz Skrzypkowski byggingarfulltrúi, Stefán Aspar Stefánsson .
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1904057 - Deiliskipulag: Reynivellir II
Skipulagið var endurauglýst frá 15. júní til 29. júlí sl. Endurnýjaðar umsagnir bárust frá Veðurstofunni, Vegagerðinn og Veðurstofu Íslands. Umsögn skipulagsstofnunar barst 27. október þar sem gerð er athugasemd við staðfestingu skipulagsins og þess krafist að framkvæmdaraðili sendi Skipulagsstofnun greinargerð með tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Stofnunin mun taka afstöðu til deiliskipulagsins þegar niðurstaða um matsskyldu liggur fyrir.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skipulagið með fyrirvara um að framkvæmdin sé ekki talin matsskyld skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana og vísar því aftur til meðferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
2. 202112071 - Byggingarleyfisumsókn - Miðtún 12 - Draumaland
Skrýmir Árnason og Halldóra Jónsdóttir sækja um leyfi til að breyta íbúðarhúsi á Miðtúni 12. Um er að ræða niðurrif viðbyggingar suðvestan við húsið, stækkun austan megin, hækkun þaks, og nýbyggingu fyrir geymslu og vinnustofu samkvæmt framlögðum teikningum. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag.

Starfsmanni falið að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir skv. 44. gr. skipulagslaga.
Miðtún 12 - draumaland aðaluppdrættir.pdf
3. 202112087 - Umsókn um byggingarheimild - Volasel, endurbygging fjárhúss að hluta
Guðfinna Benediktsdóttir óskar eftir byggingarheimild fyrir endurbyggingu fjárhúss að Volaseli en húsið fauk í óveðri síðasta vetur. Framkvæmdir hafa þegar farið fram og hefur fjárhúsið verið lengt um 1m til austurs. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að framkvæmdir verða heimilaðar skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fallið er frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga enda varðar breytingin ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
4. 202111114 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi Hafnarbraut 4-6
Óskað hefur verið eftir breytingu á deiliskipulagi á lóðum 4 og 6 við Hafnarbraut. Lögð fram nánari lýsing á fyrirhugaðri starfsemi og uppbyggingu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir skuggavarpsmyndum frá öllum árstíðum.

Hafnarbraut-4-6.pdf
5. 202003097 - Deiliskipulag - Breiðabólstaður Hali
Ásgrímur vék af fundi undir þessum lið.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Breiðabólsstaðatorfu. Markmið með deiliskipulaginu er að móta ramma um byggð á Breiðabólsstaðartorfu og staðsetja grunninnviði. Skilgreindar eru byggingarheimildir til að þróa byggðina áfram og efla starfsemi á svæðinu, í samræmi við stefnumörkun í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Gert er ráð fyrir frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fasta íbúa og starfsfólk sem býr í skemmri tíma á staðnum. Ennfremur gistirými í viðbyggingum við gistihús sem þegar standa og nýjum smáhýsum. Heimiluð er endurnýjun eldri húsa og bygging nýrra til notkunar í landbúnaði og til að þróa ferðaþjónustu á staðnum.


Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og vísar henni í lögformlegt ferli skv. 40. og 41.gr. skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Breiðabósstaðartorfa_deiliskipulag_greinargerð.pdf
Breiðabósstaðartorfa_deiliskipulag_skilmálatafla.pdf
Breiðabósstaðartorfa_deiliskipulag_uppdráttir_D1-3.pdf
6. 202109093 - Deiliskipulag - Hálsasker - Svínafell 2
Deiliskipulagstillaga var í auglýsingu frá 19. nóvember 2021 til 3. janúar 2022. Umsagnir bárust frá HAUST, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Veðurstofu Íslands.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að færðar verði inn á skipulagsgögn upplýsingar um birkiskóg og fornleifaskráningu. Nefndin samþykkir deiliskipulagið skv. 41. gr. skipulagslaga með ofangreindum breytingum eftir auglýsingu. Starfsmanni falið að svara umsagnaraðilum. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Umsögn_Vegagerðin.pdf
Umsögn Umhverfisstofnun.pdf
Umsögn HAUST.pdf
Umsögn MÍ.pdf
Umsögn VÍ.pdf
7. 202111066 - Fyrirspurn til skipulagsnefndar - Borgartún 3 og 5, breyting á deiliskipulagi
Fyrirspurnarteikningar frá Arcanum Fjallaleiðsögumenn ehf. vegna breytinga á skipulagsskilmálum lóða á Borgartúni 3 og 5 í Hofi. Óskað er heimildar til að reisa allt að 384 m² raðhús skv. framlögðum teikningum. Skv. gildandi deiliskipulagi er hægt að byggja allt að 250m² íbúðarhús ásamt allt að 50m² bílskúr.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
8. 202201007 - Umsókn um byggingarheimild - Sandbakki 15, viðbygging
Finnur vék af fundi undir þessum lið.
Þórhallur Malmquist Einarsson óskar eftir heimild fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á Sandbakka 15. Um er að ræða u.þ.b. 17 fm stækkun til vesturs skv. framlögðum teikningum. Fyrirhugað er að reisa viðbyggingu á þegar steyptan sökkul og plötu sem steypt voru með sökkli hússins á sínum tíma. Lóðin er á svæði C3 skv. núgildandi deiliskipulagi miðbæjar, en um það kemur fram að hámarksnýtingarhlutfall er 0,3. Skv. Þjóðskrá er núverandi nýtingarhlutfall lóðar 0,34. Ekki eru sýndir byggingarreitir á skipulagsuppdrætti.


Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
101z Sandbakki 15.pdf
9. 202111005 - Fyrirspurn um deiliskipulag útbæjar á Höfn
Icelandair Hotels hefur sent inn fyrirspurn vegna lóða við hótel á horni Ránarslóðar og Óslandsvegar. Á fundi sínum þann 3. nóvember óskaði umhverfis- og skipulagsnefnd eftir nánari útfærslu á hugmyndum sem nú hafa borist.

Lagt fram til kynningar.
ARK- Tillaga til breytingu á deiliskipulagi 2022.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta