Skipurit Fjármála- og stjórnsýslusviðs

Skipurit-fjarmala-stjornsyslusvid

Sækja PDF útgáfu skipurita

Fjármála- og stjórnsýslusvið

Meginverkefni sviðsins er almenn þjónusta við íbúa sveitarfélagsins, fyrirtæki og eigin starfsmenn og stofnanir. Sviðið fer með mannauðs- og launamál, upplýsinga- og kynningarmál, skjalastjórnun, bókhald, reikningsskil, áætlanagerð, innheimtu, greiðslu reikninga ásamt annarri umsjón er viðkemur fjármálum. Einnig heyra menningar-, atvinnu- og ferðamál undir sviðið.Sviðsstjóri gegnir starfi fjármálastjóra sveitarfélagsins, er staðgengill bæjarstjóra í fjarveru hans og heldur jafnframt utan um daglegan rekstur ráðhúss.

Hlutverk fjármála- og stjórnsýslusviðs eru meðal annars:

  • Bókhald, álagning skatta og gjalda, innheimta og greiðsla reikninga.
  • Mannauðsmál, launavinnsla og persónuvernd.
  • Umsjón og verkstjórn við gerð fjárhagsáætlana, uppgjör og gerð ársreikninga.
  • Símavarsla, upplýsingagjöf og almenn þjónusta við viðskiptavini sveitarfélagsins, bæði innri og ytri.
  • Skjalavarsla vegna erinda og mála sem eru til umfjöllunar og afgreiðslu.
  • Eftirlit með stjórnsýslu og fjármálum.
  • Upplýsinga- og kynningarmál ásamt ritstjórn heimasíðu sveitarfélagsins.
  • Stoðþjónusta við fagsvið, stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins.