Starfsemi sveitarfélagsins skert vegna Covid 19

24.3.2021

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin.

Sveitarfélagið Hornafjörður fer ekki varhluta af faraldrinum Covid-19 eins og flest önnur samfélög. Samkvæmt ráðleggingum sóttvarnarlæknis (minnnisblað) hefur þurft að loka eða skerða þjónustu sveitarfélagsins. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti og gilda í þrjár vikur.

Eftirfarandi aðgerðir verður viðhaldið af hálfu sveitarfélagsins til þess að draga úr fjölda smita og vernda áhættuhópa.

  • Afgreiðsla í Ráðhúsi sveitarfélagsins verður lokuð. Símsvörun verður óbreytt og er íbúum bent á rafrænar gáttir, íbúagátt og tölvupóst á afgreidsla@hornafjordur.is. Viðtöl og fundir í Ráðhúsi með utanaðkomandi í húsnæðinu eru ekki heimilir fundarhöld verða í gegn um fjarfundarbúnað og síma.
  • Grunnskólar verða lokaðir a.m.k. til 31. mars en þá mun Menntamálaráðuneytið gefa út leiðbeiningar um skólahald.
  • Leikskólinn Sjónarhóll verður opinn en foreldrum er bent á sóttvarnarelgur við komu í leikskólann.
  • Íþróttastarf leggst niður, sundlaug, íþróttahús og líkamsrækt loka.
  • Ekran er opin með fjöldastýringu.
  • Söfn mega vera opin ekki fleiri en 10 manns mega koma þar inn í einu.
  • Grímuskylda er og nándarreglan verður áfram tveir metrar.

Virðum þessar takmarkanir til að draga úr áhættu að faraldurinn gjósi upp.