Fjölbreytt starf í Ráðhúsinu
Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir starf þjónustufulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða framtíðarstarf.
Starfið er fjölbreytt og felst í almennri þjónustu við viðskiptavini, verkefnum tengdum bókhaldi, skjalavörslu, innkaupum og fleiru.
Hæfniskröfur:
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun og/eða reynsla af skrifstofu- og afgreiðslustörfum kostur
- Einhver reynsla af bókhaldi er kostur
- Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
- Þekking á Navision bókhaldskerfi og One málakerfi er kostur
- Skipulagsfærni og samviskusemi
Ráðhúsið er lifandi og skemmtilegur vinnustaður með einstakan starfsanda, frábæra vinnuaðstöðu og öflugt félagslíf.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum launanefndar sambands sveitarfélaga.
Umsóknir sendist rafrænt á netfangið annalilja@hornafjordur.is. Ef frekari upplýsinga er óskað má senda fyrirspurn á sama netfang.
Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2024.