Laust starf við heimaþjónustudeild
Laus er 70% staða í stuðnings- og virkniþjónustu við heimaþjónustudeild.
Velferðarsvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir starf við heimaþjónustudeild
Laus er 70% staða í stuðnings- og virkniþjónustu við heimaþjónustudeild. Starfið felur í sér aðstoð á heimilum einstaklinga við athafnir daglegs lífs með því markmiði að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar ásamt því að veita félagslegan stuðning. Um vaktavinnu er að ræða en viðkomandi starfsmaður þarf að ganga morgun-, kvöld og bakvaktir.Hæfniskröfur:
- Stundvísi, samviskusemi, sveigjanleiki, jákvæðni og frumkvæði í starfi.
- Hreint sakavottorð.
- Bílpróf.
Umsóknir skulu sendar á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is og sigridurhelga@hornafjordur.is . Nánari upplýsingar veitir Sigríður Helga Axelsdóttir forstöðumaður stuðnings- og virkniþjónustu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í starfið óháð kyni.