Menningarmiðstöð Hornafjarðar óskar eftir safnverði á Svavarssafn

Menningarmiðstöð Hornafjarðar auglýsir stöðu safnvarðar á Svavarssafni lausa til umsóknar. Um fullt starf er að ræða og mun viðkomandi leiða starfsemi safnsins. 

Sýningar Svavarssafns eiga að auka aðgengi og áhuga almennings á listum og stendur safnið fyrir fjölbreyttum sýningum.

Helstu verkefni

  •  Leiða faglegt starf safnsins og daglega umsjón þess
  •  Umsjón með safnmunum og geymslum
  •  Skipulagning og uppsetning sýninga
  •  Umsjón með sýningarsölum
  •  Samskipti við listamenn og söfn
  •  Skrif og eftirfylgni styrkumsókna
  •  Mótun og þátttaka í barnastarfi
  •  Markaðssetning safnsins
  •  Stefnumótun varðandi safnið
  •  Leiðsögn um sýningar og viðvera á safni

Hæfnis- og menntunarkröfur

  •  Menntun á sviði lista eða safnafræða
  •  Reynsla af sambærilegum störfum
  •  Þekking og reynsla af styrkumsóknagerð
  •  Góðir skipulagshæfileikar og lipurð í samskiptum
  •  Góð tök á íslensku og ensku í ræðu og riti
  •  Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  •  Þekking á menningarlífi í sveitarfélaginu kostur
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember nk. 

Umsókn með ferilskrá, meðmælendum og kynningarbréfi sendist rafrænt á netfangið kristinvala@hornafjordur.is . Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Vala Þrastardóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, á netfanginu kristinvala@hornafjordur.is og í síma 470 8051.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.