Sérfræðingur í félagsþjónustu

Sérfræðingur hjá fjölskyldu- og félagsþjónustu

Sérfræðingur hjá fjölskyldu- og félagsþjónustu

Velferðarsvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar óskar eftir að ráða metnaðarfullan sérfræðing í 100% stöðu í félagsþjónustu og barnavernd. Velferðarsvið er staðsett í þjónustumiðstöðinni Miðgarði að Víkurbraut 24 sem hýsir fjölskyldu- og félagsþjónustu og stuðnings- og virkniþjónustu sveitarfélagsins.

Hæfniskröfur

 • Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða menntun á uppeldis-, félags- eða heilbrigðissviði æskileg 
 • Þekking og reynsla af starfi við barnavernd og/eða félagsþjónustu er kostur 
 • Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð 
 •  •Góð almenn tölvukunnátta 
 • Þekking á One CRM skjalakerfinu er kostur 
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku 
 •  Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
 • Bílpróf 
 • Hreint sakavottorð

Ábyrgðar – og starfssvið

 • Meðferð, vinnsla og eftirfylgni barnaverndarmála 
 • Bakvaktir í barnavernd 
 • Félagslegráðgjöf til einstaklinga sem leita til félagþjónustunnar svo sem vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, öldrunar, húsnæðis-, fjárhags-, fjölskyldu- og áfengis- eða vímuefnavanda 
 • Málastjórn í stuðningsteymum vegna farsældar barna

Umsóknarfrestur er til 10. september 2023

Umsóknir skulu sendar á netfangið skuliing@hornafjordur.is. Nánari upplýsingar veitir Skúli Ingibergur Þórarinsson sviðsstjóri velferðarsviðs. Laun eru samkvæmt kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Öll kyn hvött til að sækja um starfið.