Ferðaþjónusta

Ferðaþjónusta í sveitarfélaginu er ört vaxandi atvinnuvegur og með því eykst ágangur á náttúru svæðisins. Við skipulag og þróun svæða undir ferðaþjónustu er mikilvægt að horfa til sjálfbærar þróunar umhverfis og náttúru.

Mikilvægt er að rannsaka þolmörk svæðisins og dreifa áningastöðum. Reynist svæði innan sveitarfélagsins samkvæmt mati sérfræðinga komið að eða yfir þolmörk skulu gerðar ráðstafanir til verndunar. Þolmörk svæða skulu enn fremur höfð í huga og tekið mið af þeim við markaðssetningu svæðisins.

Helstu áherslumál eru að:

  • rannsaka þolmörk á viðkvæmum stöðum.
  • koma upplýsingum til ferðamanna um viðkvæma náttúru svæðisins.

  • hvetja til notkunar rafbíla fyrir ferðamenn.  
  • flokkun á úrgangi verði jafn sjálfsögð fyrir ferðamenn sem og heimafólk