Landbúnaður
Í landbúnaði þarf að efla þá sérstöðu sveitarfélagsins sem felst í grænni ímynd. Græn ímynd er auðlind og byggir á náttúru svæðisins, fjölbreyttum landbúnaði, samfélaginu og samspili dreifbýlis og þéttbýlis.
Bændur og landeigendur eru næst menningararfinum og mikilvægt er að þeir haldi í og varðveiti fornleifar sem geta leynst á jörðum þeirra. Sveitarfélagið skal í samvinnu við jarðaeigendur, bændur og Landgræðslu Ríkisins draga úr jarðvegseyðingu þar sem ofbeit hefur áhrif á eyðingu jarðvegs og eykur útstreymi gróðurhúsalofttegunda.
Helstu áherslumál eru að:
- fyrirtæki taki þátt í endurvinnslu og nýtingu úrgangs.
- efla fræðslu um leiðir til úrbóta jarðvegseyðingu.
- stýra beitarmálum í samvinnu við bændur og Landgræðsluna.
- hvetja til framleiðslu og innkaupa frá heimabyggð.