Loftslag og orka

Sveitarfélagið mun leitast við að finna ódýra orkugjafa og kynna fyrir íbúum og fyrirtækjum leiðir og kosti þess að spara orku og vatn og draga úr mengun.

Sveitarfélagið mun standa fyrir kynningu og fræðslu til íbúa og fyrirtækja um það hvernig þeir geti lagt sitt að mörkum til að draga úr losun lofttegunda sem auka gróðurhúsaáhrif. Það er m.a. gert með því að kynna leiðir til að binda kolefni úr andrúmslofti með meiri landgræðslu, skógrækt og breyttri landnotkun.

Helstu áherslumál eru að:

  • leita leiða til að nýta sparneytinna orkugjafa í ferðum starfsmanna.

  • reynt verði að nýta sem minnsta olíu við kyndingu.

  • hvetja íbúa og starfsmenn sveitarfélagsins að sækja vistakstursnámskeið.

  • sveitarfélagið beiti sér fyrir vernd og endurheimt votlendis.
  • hvetja til notkunar hjóla, rafhjóla og rafbíla fyrir íbúa.