Náttúra og landsins gæði

Mikilvægt er að öll nýting lands og gæða verði skynsamleg. Í samstarfi við Landgræðsluna verður áfram unnið að uppgræðslu sanda og örfoka svæða og verndun gróðurs innan sveitarfélagsins.  Friðun er ein þeirra aðferða sem beitt er við náttúruvernd. Tilgangur friðunar er margs konar, svo sem verndun búsvæða, plantna og dýra, jarðmyndana og landslags.

Vernda skal náttúru og umhverfi fyrir ágangi manna, utanvega akstur hefur alvarleg áhrif á umhverfið.

Helstu áherslumál eru að:

  • friðlýsa svæði sem eru viðkvæm og þola ekki ágang.
  • skilgreina svæði fyrir uppgræðslu skóga.
  • hefta útbreiðslu ágengra tegunda, bæði dýra og plantna.
  • efnistaka skuli eingöngu fara fram í þeim námum sem eru samkvæmt aðalskipulagi með skynsamri nýtingu.
  • mikilvægt er að leitað sé leiða til að draga úr hættu á að líf, land, sjór, vatn eða andrúmsloft spillist eða mengist.
  • Vernda þarf og viðhalda allri flóru og fánu eins og kostur er.