Sjávarútvegur

Í sjávarúrvegi þarf að standa vörð um auðlindir hafsins þar sem nýting þeirra er ein af grunnstoðum í atvinnu og menningu sveitarfélagsins. Það er því mikilvægt að fyrirtæki í sjávarútvegi hugi að umhverfismálum og leiti leiða til að draga úr mengun og skaðlegum umhverfisáhrifum sem kunna að vera af starfsemi þeirra.

Mengun hafs og stranda getur haft víðtæk áhrif. Leitast skal við að vernda haf og strendur svæðisins gegn mengun og athöfnum sem stofnað geta heilbrigði manna í hættu, skaðað auðlindir hafsins og raskað lífríki þess, spillt umhverfinu eða hindrað lögmæta nýtingu hafs og stranda.

Helstu áherslumál eru að:

  • fyrirtæki taki þátt í endurvinnslu og nýtingu úrgangs.
  • leita leiða til breyttrar orkunotkunar til minnkunar á losun gróðurhúsaloftegunda.