Umhverfi, lýðheilsa og samfélag

Órjúfanleg tengsl eru milli umhverfis og lýðheilsu þar sem heilbrigt umhverfi bætir gjarnan heilsu fólks og eykur vellíðan. Það er stefna sveitarfélagsins að skapa aðstæður og efla forvarnir sem bæta heilsu og auka vellíðan íbúa. Með ýmsum verkefnum skal stuðlað að og stutt við þátttöku allra aldurshópa í tómstundum, íþróttum og útivist með þarfir hvers hóps fyrir sig í huga.

Mikilvægt er að efla menntun á sviði umhverfismála á öllum skólastigum. Jafnframt þarf fræðsla að vera sýnileg fyrir íbúa og gesti. Árlega verða veittar umhverfisviðurkenningar fyrir góðan árangur í umhverfismálum.

Helstu áherslumál eru að:

  • tryggja að allir íbúar og gestir geti notið fræðslu um umhverfismál með fjölbreyttum hætti.
  • göngustígar í sveitarfélaginu verði bættir og lengdir.
  • fjölga bekkjum við göngustíga.
  • útivist og hreyfing verði hluti af lífstíl íbúa.
  • hvetja fyrirtæki og íbúa til að hafa umhverfi sitt snyrtilegt með sérstökum hreinsunardögum og viðurkenningum.
  • tryggja framboð svæða til matjurtaræktunar og íbúar hvattir til ræktunar