Úrgangur og endurnýting

Úrgangsmál eru eitt af stóru umhverfismálum samtímans og er það stefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar að draga úr magni þess úrgangs sem fer til urðunar og minnka losun kolefnisbindandi efna.

Tryggt skal að fyrirtæki, íbúar og gestir sveitarfélagsins verði upplýstir um kosti og aðferðir við að flokka og endurnýta úrgang. Draga skal sem mest úr notkun eiturefna og sérstök áhersla er lögð á rétta meðhöndlun og förgun slíkra efna.

Helstu áherslumál eru að:

  • úrgangur verði sem minnstur til losunar á urðunarstað, leita leiða til að nýta allt sorp.
  • unnið verði að endurnýtingu lífræns úrgangs.
  • hvetja til sjálfbærrar neyslu íbúa, t.d. með fræðslu um minni matarsóun.
  • rotþrær skulu skráðar og losaðar reglulega.
  • leita skal leiða til að draga úr notkun á eiturefnum við umhirðu gróðurs
  • heimili og fyrirtæki verði virkir þátttakendur í endurnýtingu sorps.