Lausar stöður við Grunnskóla Hornafjarðar

Grunnskóli Hornafjarðar auglýsir eftir starfsfólki í eftirfaraindi stöður. Hægt er að skoða störfin betur á heimasíðu grunnskólans
  • Umsjónarkennari á yngsta- og miðstigi skólans
  • Íþróttakennari á unglingastigi
  • Heimilisfræðikennari
  • Smíðakennari
  • Enskukennari á mið- og unglingastig 50% starf
  • Tónmennta- og leiklistakennari 75% starf
  • Tölvu- og nýsköpunarkennari 50% starf
  • Námsráðgjöf

Umsóknum um störf skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði ásamt ferilskrá.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskrar sveitarfélaga við KÍ.  

Umsóknum um stöður skal skilað skriflega til skólastjóra fyrir 18. apríl  n.k. með upplýsingum um menntun, réttindi, starfsreynslu og meðmælendur. 

Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 899 5609 og á netfanginu thorgunnur@hornafjordur.is

Í Grunnskóla Hornafjarðar eru um það bil 250 nemendur í tveimur aðskildum húsum. Í öðru húsinu er í 1. – 6. bekkur en 7. – 10. bekkur í hinu. Auk þess er starfrækt lengd viðvera fyrir nemendur í 1.- 4. bekk í Kátakoti sem eru lausar kennslustofur bak við Hafnarskóla.

Í skólanum er áhersla á list- og verkgreinakennslu um leið og unnið er að bættum árangri í bóklegum greinum. Unnið er eftir hugmyndarfræði uppeldis til ábyrgðar og skólinn er bæði grænfánaskóli og heilsueflandi skóli. Í Grunnskóla Hornafjarðar er góður starfsandi og skólinn er vel búinn.