Leik- og grunnskólakennarar í Öræfum

Um er að ræða;

100% stöðugildi við leikskólann

50% við grunnskólann.

Umsækjendur þurfa að hafa kennaramenntun og hafa góð tök á íslensku, bæði töluðu máli og skriflegu. Mikilvægt að hafa góða samskiptahæfni og áhuga á að vinna með börnum.

Leikskólinn Lambhagi og Grunnskólinn í Hofgarði eru fámennir skólar og í vetur voru þar samtals 7 nemendur sá elsti 9 ára. Skólinn er í Hofgarði sem einnig er félagsheimili Öræfa og er verið að endurnýja húsnæði skólans. Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði uppeldis til ábyrgðar og áhersla á umhverfismennt og tengsl við náttúruna.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsækjendur eiga kost á að leigja íbúð í nýlega byggðu raðhúsi skammt frá skólanum.

Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skilað skriflega til skólastjóra Hafdísar S. Roysdóttur sem einnig veitir nánari upplýsingar fyrir 11. júlí. hafdisroys@hornafjordur.is s.4781672/8454559.

Öræfin eru í Sveitarfélaginu Hornafirði, en helsti þéttbýliskjarni þess er Höfn, sem er í um 120 km fjarlægð frá Hofi. Næsti þéttbýliskjarni í vestur er Kirkjubæjarklaustur, sem er í um 80 km fjarlægð frá Hofi.