Leikskólakennari/leiðbeinandi

Helstu verkefni og ábyrgð:

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara eða leiðbeinanda þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi.

Hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
  • Ef ekki fæst fólk með réttindi er annað skoðað
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst næstkomandi.

Umsóknir ásamt ferilskrá berist til Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra á netfangið mariannaj@hornafjordur.is