Matráður á leikskólann Sjónarhól

Helstu verkefni:

Að elda mat við hæfi barna í samræmi við leiðbeiningar landæknis í samráði við yfirmatráð. Annast frágang, þrífa eldhús, þvo þvott og ganga frá honum. Hugmyndavinna í vinnslu matseðla í samráði við yfirmatráð og leikskólastjóra.

Hæfniskröfur:

§Reynsla sem matráður eða af öðru sambærilegu starfi. §Stundvísi, frumkvæði, skipulagshæfni og drifkraftur í starfi. §Sjálfstæði og vandvirkni í vinnubrögðum. §Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.

Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 9. ágúst næstkomandi.

Umsóknir ásamt ferilskrá berist til Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra á netfangið: mariannaj@hornafjordur.is