Sumarafleysing í Áhaldahúsi

Auglýst er eftir starfsmanni í Áhaldahús sveitarfélagsins til afleysinga frá 1. júní til 30. september.

Leitað er eftir einstaklingum sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir.

Starfið hentar öllum kynjum en æskilegur aldur er 20 ára eða eldri. Gerð er krafa um bílpróf. Vinnuvélaréttindi eru kostur.

Starfsmenn Áhaldahúss gegna fjölbreyttum störfum og sinna daglegum rekstri áhaldahúss sveitarfélagsins. Þeir annast framkvæmdir hjá Hornafjarðarveitum og sinna umhirðu opinna svæða, gatna og gangstétta.

Umsóknarfrestur er til og með 20. maí n.k.

Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is og skuli@hornafjordur.is en nánari upplýsingar um starfið veitir Skúli Ingólfsson, bæjarverkstjóri, í gegnum sama netfang.