Umhverfis- og skipulagsstjóri

Starf umhverfis- og skipulagsstjóra er nú laust til umsóknar

Um er að ræða krefjandi starf fyrir öflugan stjórnanda sem mun leiða og veita faglega forystu í umhverfis- og skipulagsmálum sveitarfélagsins. Viðkomandi hefur yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi sviðsins og undirbýr og fylgir eftir þeim málum er varða umhverfis- og skipulagsnefnd sem starfsmaður nefndarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Áætlunargerð og stefnumótun
 • Daglegur rekstur umhverfis- og skipulagssviðs
 • Umsjón og eftirlit með skipulagsgerð og framkvæmdum
 • Yfirumsjón með vatns-, fráveitu- og sorpmálum
 • Yfirumsjón með umhverfismálum sveitarfélagsins
 • Upplýsingagjöf og samskipti við íbúa, kjörna fulltrúa og aðra hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Viðkomandi þarf að uppfylla kröfur eins og þeim er lýst í 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
 • Reynsla af áætlanagerð s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð
 • Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum bygginga- og skipulagsmálum er æskileg
 • Æskilegt er að umsækjandi uppfylli skilyrði 8. og 25. gr. mannvirkjalaga
 • Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni

Umsóknarfrestur er til 26. október n.k.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Hanna María Jónsdóttir (hanna.jonsdottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.