Þjónusta vegna erfiðleika í skóla

Sveitarfélaginu er skylt að sjá skóla fyrir sérfræðiþjónustu. Má þar nefna námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu, og stuðla að því að slík þjónusta nýtist sem best í skólastarfi.

Sérfræðiþjónusta skal gefa forráðamönnum kost á leiðsögn og leiðbeiningum  um uppeldi nemenda eftir því sem aðstæður leyfa. 

Hjá sveitarfélaginu starfar sérkennslufulltrúi. Hann hefur umsjón með sérfræðiþjónustu við grunn- og leikskóla, aðstoðar við skipulagningu sérkennslu innan grunnskóla og mat á sérkennsluþörf. Hlutverk hans er einnig að bregðast við mismunandi þörfum nemenda og útvega þjónustu annarra sérfræðinga þegar þörf krefur. Félagsþjónustan veitir einnig stuðning innan skólanna.