Hugmyndafræði Vöruhúss

Hugmyndafræði Vöruhússins byggist á því að efla list- og verkgreinar á Hornafirði. Íbúar sveitarfélagisns  geta sótt um aðgang í Vöruhúsinu og nýtt sér aðstöðu og tæki til listsköpunar, nýsköpunar eða til að vinna að handverki af ýmsu tagi.

Grunnskóli Hornafjarðar og Framhaldsskóli Austur- Skaptafellsýslu bjóða upp á formlegt nám í smíði, textíl, myndmennt, ljósmyndun og fatahönnun (fatasaum). Áherlsa er lögð á  að einstaklingar geti stundað óformlegt nám í gegnum námskeið eða annað sjálfsnám.

Einnig er stefnt  að sameina einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir sem tengjast list- og verkgreinum með því markmiði að efla þá starfsemi og menntun sem boðið er upp á í Vöruhúsinu.

Vöruhúsið er miðstöð skapandi greina á Hornafirði.

Vöruhúsið er vettvangur þverfaglegrar samvinnu, þar sem einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt aðstöðu, sótt þekkingu og treyst tengslanet sitt á sviði sköpunar.

Meginmarkmið

 Að efla verkþekkingu og menntun í verk- og tæknigreinum

  • með framboði á námi og námskeiðum
  • með uppbyggingu hönnunarsmiðju, FabLab

Að efla kennslu og nám í list- og verkgreinunum á grunn- og framhaldsskólastigi

  • með samvinnu við aðra starfsemi í húsinu og utan þess
  • með samnýtingu aðstöðu, tækja og búnaðar

Að styðja við starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar

  • með fjölbreytni í afþreyingu
  • með aðstöðu fyrir klúbbastarf

Að vera opinn vettvangur til sköpunar

  • með því að hvetja fólk til þátttöku
  • með því að efla vitund um mikilvægi skapandi greina
  • með því að vera lifandi vettvangur fyrir skapandi fólk

Að vera brú milli kynslóða

  • a. með miðlun þekkingar, í gegnum formlegt og óformlegt samstarf

Vinna að þróun í miðlun þekkingar

  • með sífelldri endurskoðun kennsluaðferða, með verkefnavali og gestakennurum

Hanna og þróa rýmið svo það styðji sem best við þverfaglega samvinnu

  • með þarfagreiningu fyrir framtíðarskipan rýmis og tækja,
  • hanna innanrýmið í samvinnu við hagsmunahópa

Mynda tengslanet við önnur svæði bæði innanlands og erlendis

  • stuðla að samstarfi og þekkingaröflun
  • tengja saman fólk og hugmyndir

Efla skapandi þátt nýsköpunar í samfélaginu

  • Einstaklingar og fyrirtæki geti sótt í þekkingu og tengslanet Vöruhúss, vegna verkefna á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi
  • Vöruhúsið komi upp miðlægum gagnagrunni þekkingar um nýsköpun
  • Að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geti nýtt Fab Lab hönnunarsmiðju til miðlunar, þekkingaröflunar, nýsköpunar og vöruþróunar.

 Hagsmunahópar – skilgreining

Þeir sem hafa hagsmuni að starfi í skapandi greinum í Vöruhúsi eru:

Kennarar og nemendur; sinna kennslu og stunda nám á skólatíma í húsnæðinu.

Félagsmiðstöðin Þrykkjan og notendur hennar; hafa aðstöðu fyrir afþreyingu og klúbbastarf.

Starfandi listamenn; vinna að listsköpun að staðaldri og leita eftir tímabundinni aðstöðu fyrir listsköpun sína.

Frumkvöðlar; vinna að nýsköpun og stefna að stofnun og rekstri fyrirtækja til að koma framleiðslu sinni á markað.

Starfandi fyrirtæki; geta nýtt aðstöðu til vöruþróunar, smáframleiðslu og til að skerpa á ímynd sinni.

Gestkomandi er skilgreining á þeim vilja koma og nýta sér aðstöðu, tækjabúnað eða átt óformlega fundi með öðrum sem vinna að skapandi greinum. Þessi hópur samanstendur af hinum almenna íbúa, handverksfólki, nemendum utan hefðbundins skólatíma, eða lista- og handverksfólk sem dvelur í lengri eða skemmri tíma í sveitarfélaginu. Einnig þeir sem vinna að verkefnum í tengslum við námskeið í Vöruhúsinu, hvort sem er á námskeiðinu sjálfu eða í framhaldi af því.

Stefna þessi var samþykkt í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd 15. október 2014.