Bæjarráð

Fundargerð bæjarráðs 624

624. fundur

624. fundur bæjarráðs Hornafjarðar haldinn í ráðhúsi, 4. mars 2013 og hófst hann kl.16:15.

 

Fundinn sátu:

Reynir Arnarson formaður

Ásgerður Kristín Gylfadóttir varaformaður

Björn Ingi Jónsson aðalmaður

Árni Rúnar Þorvaldsson áheyrnarfulltrúi

Ásta Halldóra Guðmundsdóttir (ÁHG) framkvæmdastjóri sviðs

Haukur Ingi Einarsson (HIE) framkvæmdastjóri sviðs

Hjalti Þór Vignisson (HÞV) bæjarstjóri

 

Fundargerð ritaði:  Bryndís Bjarnarson , upplýsinga og gæðastjóri.

 

Dagskrá:

 

1.

1302009F - Stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands - 31

Björn Ingi spurði um lið nr. 7 varðandi tannlæknastól og hvort það þurfi að vera á stofnuninni, Ásgerður greindi frá að stóllin sé undir minniháttar tannlækningar.

Einnig spurði hann um samning vegna aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun Haukur Ingi gerði grein fyrir samningi HSSA við sjúkraþjálfana.

Fundargerð samþykkt.

 

2.

1302011F - Gjafa- og minningarsjóður Skjólgarðs - 65

Björn Ingi spurði hvað röntgenlesari kostar, Ásgerður greindi frá að áætlun kostnaðar sé á þriðju milljón.

Fundargerð samþykkt

 

3.

201207007 - Fjárhagsáætlun 2013-2016 - viðauki

Ásta Guðmundsdóttir mætti á fundinn.

Haukur Ingi og Ásta greindu frá viðauka fjárhagsáætlunar.

Björn Ingi spurði um framkvæmdarammann og hvers vegna eigi að færa á milli ára og benti á að það mætti gera samantekt um það. Hjalti og Haukur Ingi gerðu grein fyrir millifærslu fjármuna á milli áranna 2012 - 2013. Ásta gerði grein fyrir að bókfæra þurfi framkvæmdir sem farið er í á árinu þó ekki sé greitt fyrir þær fyrr en árið eftir.

Umræður um framkvæmdir sveitarfélagsins.

Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

4.

201008066 - Sorphirða 2-3 tunnukerfi

Haukur Ingi kynnti, verðfyrirspurn á móttöku, meðhöndlun, endurvinnsla/nýting fyrir endurvinnslu- og spilliefna, lýsingu á útboði. 

Bæjarráð samþykkir að fara í verðfyrirspurn með breytingum sem gerðar voru á fundinum.  

Haukur Ingi vék af fundi.

 

5.

201302090 - Áhorfendapallar á Sindravöllum - ákvörðun um töku tilboða

Tvö tilboð bárust í áhorfendapalla á Sindravöllum.

Þingavað ehf. 2.532.500kr.

H.Cristensen ehf. 3.522.750 kr.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 1.766.400 kr.

Í kostnaðaráætlun var skekkja sem skýrir hluta mismunar á tilboðum og kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Þingavað ehf. 

 

6.

201302015 - Gatnaframkvæmdir í Fákaleiru og Álaleiru ákvörðun um töku tilboða

Tvö tilboð bárust í gatnaframkvæmdir á Fákaleiru og Álaleiru

Ólafur Halldórsson   15.288.383 kr.

Rósaborg ehf.         17.132.750. kr.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 14.561.500 kr.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ólaf Halldórsson.

 

7.

201302093 - Samningur um vallarumhirðu og sumarafleysingar í íþróttahúsi

Bæjarráð samþykkir að Knattspyrnudeild Sindra taki að sér vallarumhirðu og fái til þess sömu fjárhæð sem sveitarfélagið hefur áætlað í sömu vinnu. Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.

 Ásta vék af fundi.

 

8.

201212007 - Uppbygging félagssvæðis Akstursíþróttafélags A-Skaft.

Hjalti Þór greindi frá viðræðum við Akstursíþróttafélagið og tilboði sem hefur verið lagt fram frá félaginu.

Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið gangi til samninga við Akstursíþróttafélagið með fyrirvara um umgengnisreglur og framlag félagsmanna.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum.

 

9.

201211060 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins

Samþykkt að halda vinnufund í bæjarráði 18. mars um Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.

 

10.

200806010 - Erindisbréf nefnda

Samþykkt að halda vinnufund í bæjarráði 18. mars um erindisbréf nefnda.

 

11.

201212048 - Landbúnaðarstefna sveitarfélagsins

Bæjarstjóri upplýsti að hann muni fara yfir drögin á aðalfundi Búnaðarsambandsins.

Vísað til atvinnu og menningamálanefndar.

 

12.

200712038 - Málefni lögreglunnar á Höfn

Lagt fram minnisblað dags. 27. febrúar 2013 um löggæslumál.  Bæjarráð Hornafjarðar leggur áherslu á að skipan lögregluliðs á Hornafirði verði skilyrðislaust með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í  reglugerð um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006.  Mikilvægt er að skipulag lögregluliðsins taki mið af fjarlægð lögreglustöðvar frá aðalstöð, m.a. til að tryggja skjóta ákvarðanatöku.

  

13.

200909067 - Málefni Hrollaugsstaða

Minnisblað um málefni Hrollaugstaða dags. 28. febrúar 2013 lagt fram.

Hjalti gerði grein fyrir ferð sinni og Björns Imsland á Hrollaugsstaði.

Bæjarstjóra falin áframhaldandi vinna á grunni framlagðs minnisblaðs.

 

14.

201302095 - Frumvarp til laga um útlendinga (heildarlög, EES-reglur), 541. mál.

Lagt fram til kynningar.

 

15.

201302103 - Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu

Lagt fram til kynningar.

 

16.

201009100 - Fyrirspurnir - bæjarráð

 

17.

201302086 - Brunavarnaáætlun sveitarfélagsins

Skýrsla um brunavarnir sveitarféagsins lögð fram til kynningar.

Brunarvarnaáætlum vísað til áframhaldandi vinnu eldvarnareftirlitsmanns og bæjarstjóra. 

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 18:00


 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni