Tónskólinn

Námskrá og skóladagatal

Tónskóli A-Skaft. kennir samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskóla sem gefin var út árið 2000. Stefna skólans er að allir nemendur fari í áfangapróf samkvæmt fagnámsskrám.

Nemandi á fyrsta ári mætir 2 x í viku hálftíma í senn. Á öðru ári  byrjar nemandinn í tónfræðanámi sem er 1 klst. á viku ásamt einkatímum á hljóðfæri. Einnig byrja nemendur sem eru á hljómsveitarhljóðfærum í markvissum hljómsveitaræfingum.

Þegar nemandi er kominn í miðnám þá geta einkatímarnir breyst yfir í 1 tíma á viku í eina klukkustund í senn. Kennari metur það með hverjum nemanda. 

Allir nemendur eiga að koma reglulega fram yfir veturinn s.s á nemendatónleikum og eða öðrum uppákomum sem tónskólinn tekur að sér.  Ætlast er til að nemandi sé undirbúinn og hafi unnið að verkum sem viðkomandi á að spila.

Forsendan fyrir því að læra á hljóðfæri er að æfa sig heima og gott samstarf sé milli heimilis og skóla.

Skóladagatal 2017-2018

22. ág. starfsdagur - síðasti innritunardagur skrifstofa skólans opinn
23. ág. starfsdagur
24. ág. 1. kennsludagur

8. sept. haustþing - Frídagur nemenda

21. des. jólafrí hefst
4. jan. kennsla hefst eftir jólafrí

10. feb. dagur tónlistarskólanna Laugardagur allir nemendur spila á tónleikum þann dag

24. mars páskafrí hefst
4. apríl kennsla hefst eftir páskafrí

19. apríl sumardagurinn fyrsti – frí
20. apríl vorfrídagur

1. maí þriðjudagur – frí

10. maí Uppstigningardagur - frí

21 maí. Annar í hvítasunnu - frí

23. maí miðvikudagur skólaslit kl. 17.00